fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Þórunn sár og reið út í Bjarna: „Nú eru það svo múslimar sem fá að heyra það“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 25. október 2024 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Bjarni hefur endanlega fellt grímuna og afhjúpað innræti sitt trekk í trekk. Hann er ekki bara forréttindakarl að drepast úr frekju og valdagræðgi. Hann er hreinlega illmenni.“

Þetta segir Þórunn Ólafsdóttir í pistli á Facebook-síðu sinni um Bjarna Benediktsson forsætisráðherra.

Þórunn, sem hlaut Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2016 og hefur getið sér góðan orðstír fyrir hjálparstörf, meðal annars í Palestínu, birtir skjáskot af ummælum sem Bjarni lét falla í hlaðvarpsþættinum Ein pæling og fjallað var um á Vísi í gær.

Í þættinum var hann meðal annars spurður að því hvað honum þætti um að moskur væru byggðar á Íslandi.

„Ég held að við þurfum bara að fara mjög varlega í því. Vegna þess að mjög oft er um að ræða fjármagn sem kemur að utan og er að koma til landsins í þeim tilgangi að ýta undir og efla útbreiðslu viðkomandi trúarbragða á sama tíma og við viljum standa vörð um kirkju og okkar menningarlega og trúarlegan arf. Já ég myndi gjalda varhug við því.“

Fellir grímuna

Þórunn segist í grein sinni lengi vel hafa afgreitt Bjarna sem „forréttindaspaða“ sem sé lífsins ómögulegt að setja sig í spor venjulegs fólks.

„Ekki því hann væri endilega illa innrættur, heldur bara afsprengi þess umhverfis sem hann kemur úr. Einhvers konar afleiðing þess að hafa aldrei þurft að mæta áskorunum lífsins á sama hátt og fólk sem ekki er fætt með heilt hnífaparasett úr silfri í skoltinum. Þetta afsakar auðvitað ekki hvernig hann hefur komið fram við fólkið í þessu landi síðustu áratugi, heldur bara tilraun til að reyna að skilja hvað býr að baki,“ segir Þórunn og bætir við að Bjarni hafi nú endanlega fellt grímuna.

Í pistli sínum segir Þórunn að Bjarni hafi „lagt sig fram“ við að grafa meðal annars undan fólki sem flýr hörmungarnar í Palestínu.

„Gefið í skyn að það sé upp til hópa glæpahyski og óþjóðalýður. Undanfarið hefur hann svo sparkað í fólk af erlendum uppruna í víðara samhengi. Látið ógeðsleg fordómafull ummæli falla, eins og þessi hér á meðfylgjandi mynd,“ segir hún og bætir við: „Þetta gerir hann í tilraun til að sparka sér upp af botninum sem hann hefur náð sem stjórnmálamaður.“

Velur að „sundra og eyðileggja“

Þórunn segir að ekki hvarfli að Bjarna að líta í eigin barm og hann spúi „hatri og rasisma eins og óður dreki“.

„Fólk á flótta hefur sérstaklega verið skotspónn þessa langdregna æðiskasts hans. Hann veit að þar er hópur sem á erfitt með að svara fyrir sig, fólk sem þarf á velvild stjórnvalda til að halda svo það verði ekki sent aftur í opinn dauðann. Fólk í þeirri stöðu er frekar ólíklegt til að standa upp í hárinu á þeim sem ráða. Nú eru það svo múslimar sem fá að heyra það.“

Þórunn segir að lokum að Bjarni sé því miður ekki eini stjórnmálamaður landsins sem hagar sér svona, en hann er sá eini sem er forsætisráðherra.

„Það er hans hlutverk að sameina þessa þjóð, sem er fjölbreyttari en nokkru sinni. Vera til staðar og svara ruglinu í þeim sem verst láta. Í staðinn velur hann að sundra og eyðileggja, halda á lofti orðræðu og hugmyndum sem hvaða nýnasisti sem er yrði stoltur af. Allt með ömurlegum afleiðingum fyrir samfélagið. Því þannig gera illmenni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar