fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Magnús sorgmæddur yfir lokun Roðasala: „Þarna vildum við að Ellý fengi að búa“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 25. október 2024 10:00

Magnús og Ellý.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Karl Magnússon, læknir og eiginmaður Ellýjar Katrínar Guðmundsdóttur, segist vera miður sín yfir fréttum þess efnis að til standi að loka Roðasölum í Kópavogi.

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í vikunni að endurnýja ekki samning við Sjúkratryggingar Íslands vegna reksturs Roðasala, en samningurinn rennur út í lok mars á næsta ári. Kópavogsbær hefur rekið Roðasali síðastliðin 20 ár með daggjöldum frá ríkinu og viðbótarframlagi frá bænum.

Roðasalir voru ætlaðir fyrir einstaklinga á fyrri stigum heilabilunar en húsnæðið er hins vegar talið óhentugt.

Eiginkona Magnúsar, Ellý Katrín, lést í júní 59 ára að aldri eftir að hafa glímt við Alzheimer-sjúkdóminn í nokkur ár. Ellý var ötull málsvari einstaklinga með Alzheimer og hvatti til opinskárrar umræðu um sjúkdóminn.

Magnús Karl tjáði sig um fyrirhugaða lokun Roðasala í pistli á Facebook-síðu sinni sem hann veitti DV góðfúslegt leyfi til að fjalla um. Ellý Katrín dvaldi í Roðasölum og segir Magnús að það hafi verið mikið gæfuspor að vera þar.

Kópavogsbær endurnýjar ekki samning vegna Roðasala

„Roðasalir eru lítið hjúkrunarheimili þar sem Ellý bjó við yndislega umhyggju í heimilislegu umhverfi. Þar er dásamlegt starfsfólk sem leggur sig fram um að skapa íbúum gott umhverfi. Þetta litla hjúkrunarheimili er heimili tíu kvenna, þarna er einstök stemming,“ segir Magnús sem rifjar upp fyrstu kynni sín af hjúkrunarheimilinu.

„Ég man það glöggt þegar ég kom þangað í fyrsta sinn í heimsókn áður en Ellý fór þangað í hvíldarinnlögn. Ég var kvíðinn en það fyrsta sem mætti mér var hlátur starfsfólks og ég fann strax að þetta var einstakur staður. Roðasalir eru langt frá heimili mínu og ég hélt að það útilokaði að við myndum velja Roðasali sem fyrsta kost þegar kæmi að því að Ellý flytti á hjúkrunarheimili. Síðan fór Ellý í hvíldarinnlögn og eftir það vorum við fjölskyldan öll sammála. Þarna vildum við að Ellý fengi að búa. Það var mikið gæfuspor.“

Magnús hefur oft sagt frá því hve Ellý leið vel í Roðasölum.

„Þetta var hennar heimili. Við vissum öll að einhverjum tímapunkti kæmi að því að Roðasalir myndu ekki henta henni. Þá þyrfti hún að flytja á annað hjúkrunarheimili sem hefði betri aðstæður til hjúkrunar. Það var okkar val og það er ákvörðun sem við sjáum ekki eftir,“ segir hann.

Hann kveðst hafa lesið rökstuðning Kópavogsbæjar fyrir ákvörðun sinni og segir að eftir þann lestur sé hann sorgmæddur.

„Þar er lýst stofnun sem ekki stenst tímans tönn, hentar ekki einstaklingum með heilabilun og er vart boðlegur fyrir starfsfólk þar sem húsnæðið stenst ekki faglegar kröfur. Ég hef varið löngum stundum á þessu heimili og ég er miður mín að lesa þetta. Auðvitað er hægt að færa svona rök fram en ég tel að þarna sé öllu snúið á hvolf,“ segir hann og heldur áfram:

„Roðasalir er stofnun þar sem starfsmannavelta er mjög lítil. Fagfólk og allir aðstandendur sem ég hef hitt eru sammála mér að þetta er einstök stofnun þar sem heimilislegur andi skapaði einstaka aðstöðu fyrir íbúa. Ég tel að allt aðrar ástæður liggi að baki þessari ákvörðun, sennilega eru þær fjárhagslegar. Ég er sannfærður um að úrræði fyrir einstaklinga með heilabilun séu fátæklegri eftir þessa ákvörðun. Roðasalir eru dæmi um hvernig við eigum að búa að einstaklingum með heilabilun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð

Hraun hefur runnið yfir Njarðvíkuræð
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“

Alexandra lætur Sigmund Davíð fá það óþvegið: „Er maðurinn fimm ára?“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu
Fréttir
Í gær

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán