fbpx
Fimmtudagur 02.janúar 2025
Fréttir

Simmi Vill spyr hvort þjóðin viti þetta um Fríhöfnina?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. október 2024 08:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og formaður Atvinnufjelagsins, hefur talsverðar áhyggjur af því að Fríhöfnin í Leifsstöð muni komast í hendur erlendra aðila.

Sigmar vekur athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og spyr hvort íslenska þjóðin hafi fengið einhverjar fréttir af því að Fríhöfnin sé á leið í söluferli.

Greint var frá því í janúar síðastliðnum að Isavia hefði í hyggju að efna til forvals vegna væntanlegs útboðs á rekstri Fríhafnarinnar þar sem seldur er tollfrjáls varningur, meðal annars áfengi, tóbak og sælgæti.

Ekki hægt að útiloka uppsagnir vegna fyrirhugaðs útboðs á rekstri Fríhafnarinnar

Viðskiptablaðið hafði á þeim tíma eftir Guðmundi Daða Rúnarssyni, framkvæmdastjóra viðskipta og þróunar hjá Isavia, að mikill áhugi væri meðal erlendra aðila sem koma að rekstri slíkra verslana að koma að rekstri fríhafnar á íslandi. Kvaðst hann reikna með að nýir aðilar tækju við rekstri eftir um tvö ár en að niðurstöður væntanlegs útboðs myndu liggja fyrir eftir 12 til 18 mánuði, það er á fyrri hluta næsta árs.

Þessar fréttir hafa væntanlega farið fram hjá Sigmari en hvað sem því líður líst honum ekkert sérstaklega vel á þessa þróun ef hún verður að veruleika.

„Íslenskir áfengis- og sælgætisframleiðendur hafa hingað til notið Fríhafnarinnar sem sölupall fyrir vörur sínar og glæsilega kynningu fyrir sig og landið þegar 2,3 milljónir manns rölta þar í gegn, tvisvar. En auðvitað, þegar erlendur hæstbjóðandi tekur yfir, verður þeim örugglega alveg sama hvort áfengið, handverkið og súkkulaðið sé frá Íslandi eða einhverjum öðrum afskekktum stað. Hæstbjóðandi mun fá “dílinn” og hann mun líklega ekki gera upp sinn rekstur á Íslandi,“ segir hann meðal annars.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans

FBI gerði óhugnanlega uppgötvun í Airbnb-íbúð hryðjuverkamannsins í New Orleans
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Lavrov hótar Dönum að hervaldi kunni að verða beitt gegn þeim

Lavrov hótar Dönum að hervaldi kunni að verða beitt gegn þeim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stjórnarmaður í Eflingu kallar eigendur og viðskiptavini veitingahúsa sníkjudýr

Stjórnarmaður í Eflingu kallar eigendur og viðskiptavini veitingahúsa sníkjudýr
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald

Sniglarnir safna dósum fyrir vegakerfið – Aðeins tíundi hluti fjárframlaga fari í viðhald