Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar andlát konu á sjötugsaldri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Tilkynnt var um málið um miðnættið í gær og í kjölfarið var einn handtekinn í tengslum við það.
„Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.