fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Landsréttur mildaði dóm yfir Albana fyrir stórfellt kókaínsmygl

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. október 2024 17:42

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur dæmdi í dag Albanann Mustafa Rada í tveggja ára og fimm mánaða fangelsi fyrir stórfellt smygl á kókaíni. Mildaði Landsréttur dóm héraðsdóms sem hafði dæmt Mustafa í tveggja ára og átta mánaða fangelsi.

Mustafa var ákærður fyrir að hafa fimmtudaginn 7. desember staðið að innflutningi á rúmlega tveimur kílóum af kókaíni með styrkleika rúmlega sextíu prósent. Efnin voru ætluð til sölu í ágóðaskyni hér á landi. Mustafa kom til landsins með flugi frá Belgíu og fundust efnin falin í farangurstösku hans á Keflavíkurflugvelli.

Ekkert benti til að Mustafa hefði áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Ljóst væri að hann væri ekki eigandi efnanna eða skipuleggjandi smyglsins. Hann hefði samþykkt að flytja efnin til landsins gegn greiðslu, sem burðardýr svokallað.

Mustafa játaði brot sitt skýlaust fyrir héraðsdómi. Einnig var hegðun hans í gæsluvarðhaldi góð. Var litið til þessa við ákvörðun refsingar. Hins vegar var ekki hægt að líta fram hjá því að hann hefði flutt talsvert magn af sterkum efnum til landsins og aðkoma hans verið ómissandi liður í því ferli að koma þeim í dreifingu.

Dóma Landsréttar og Héraðsdóms í málinu má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“

Myndband: Þjófur og búðarstarfsmaður í átökum – „Þetta þarf að stoppa harkalega, ekkert annað sem þýðir“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“