fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Fréttir

Jakob Bjarnar telur Ölmu og Víði vera vanhæf sem frambjóðendur – „Ungt fólk er að drepa sig í dag“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. október 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn þekkti blaðamaður, Jakob Bjarnar Grétarsson, hefur miklar efasemdir um hæfi þeirra Ölmu Möller landlæknis og Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá Almannavörnum, sem væntanlegra þingmanna Samfylkingarinnar, en bæði eru í mjög álitlegum sætum á framboðslistum flokksins fyrir kosningarnar. Jakob telur þetta vera óheppilegt í ljósi þess að ekki er búið að gera upp sóttavarnaaðgerðir Covid-tímabilsins og afleiðingar þeirra.

Þetta kom fram á Bylgjunni í morgun. „Ég held að þau hafi gert mjög alvarleg mistök, katastrófísk, með því að tromma fram með tvo þriðju þríeykisins. Og ég held bara að þeir sem þar hafi vélað um, geri ráð fyrir að þar sé einhver uppstillingarnefnd sem hafi gengið á eftir þeim Ölmu og Víði með það að bjóða sig fram. Ég er ekki viss um að þau hafi hugsað þetta alla leið. Þetta snýr ekki að því að þau sé eitthvert ómögulegt fólk,“ sagði Jakob og benti á að Alma og Víðir hafi borið ábyrgð á mjög afdrifaríkum ákvörðunum í faraldrinum, mál sem algjörlega eigi eftir að gera upp.

„Þau eru bara nánast vanhæf. Vegna þess að við erum ekki búin að gera upp Covid-tímabilið,“ segir Jakob og gengur svo langt að rekja sjálfsmorð unglinga óbeint til sóttvarnaráðstafanna í faraldrinum. Hann segir að gengið hafi verið mjög langt í því að traðka á skoðanafrelsi fólks og fjölmiðla til að vernda háaldraðan þjóðfélagshóp, á kostnað ungmaenna.

„Með þeim afleiðingum að ungt fólk er að drepa sig í dag,“ sagði Jakob og skóf ekki utan af því. „Við erum að horfa fram á algjört ófremdarástand í geðheilbrigðismálum ungs fólks sem má rekja til þess að það var stór hluti æskunnar sem bara missti af menntaskólaárunum. Þetta á eftir að rannsaka og skoða og hvernig á það að fara fram undir stjórn Ölmu sem heilbrigðisráðherra?“

Aðspurður sagðist Jakob vera óviss um hvort covid-tímabilið yrði almennilegt gert upp. „Kannski á bara að gera allt með rassgatinu og gleyma því liðna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valgeir telur sig hlunnfarinn og veltir fyrir sér hvort hann sé heiðraður eða lítilsvirtur

Valgeir telur sig hlunnfarinn og veltir fyrir sér hvort hann sé heiðraður eða lítilsvirtur
Fréttir
Í gær

Naumlega tókst að forðast mikinn árekstur í Vestmannaeyjahöfn – Skipstjóri Herjólfs fór ekki að beiðni hafnsögumanns

Naumlega tókst að forðast mikinn árekstur í Vestmannaeyjahöfn – Skipstjóri Herjólfs fór ekki að beiðni hafnsögumanns
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Öll spjót standa á Einari vegna framtíðar Grafarvogs – „Velur borgarstjóri að segja íbúum stríð á hendur“

Öll spjót standa á Einari vegna framtíðar Grafarvogs – „Velur borgarstjóri að segja íbúum stríð á hendur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur orðlaus yfir uppgjörstölum bankanna – Ekkert eðlilegt við að íslenskur almenningur sé í þessari stöðu

Vilhjálmur orðlaus yfir uppgjörstölum bankanna – Ekkert eðlilegt við að íslenskur almenningur sé í þessari stöðu