fbpx
Þriðjudagur 01.apríl 2025
Fréttir

Hvað finnst Norðmönnum um Íslendinga? „Við Norðmenn verðum einfaldlega að hneigja okkur“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. október 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland og Noregur eiga sér langa sögu og samkvæmt Landámabók getum við þakkað Norðmanninum Hrafna-Flóka Vilgerðarsyni fyrir að landið sem við búum á heitir Ísland.

Fjölmargir Íslendingar eru búsettir í Noregi og eru þar við nám eða störf og við köllum Norðmenn stundum frændur okkar. En hvað finnst Norðmönnum eiginlega um okkur Íslendinga?

Þessari spurningu var varpað fram á Reddit-undirsíðunni Norway þar sem allt sem við kemur Noregi er til umræðu. Meðlimir hópsins eru hátt í 500 þúsund og eðli málsins samkvæmt eru þar margir Norðmenn.

Í gærkvöldi var áhugaverðri spurningu varpað fram í hópnum: Hvað finnst Norðmönnum um Ísland og Íslendinga?

Óhætt er að segja að margir í hópnum virðast hafa skoðun á Íslandi og Íslendingum ef marka má svörin sem bárust og Norðmenn virðast almennt kunna vel við „litlu“ frændur sína. Á því eru þó örfáar undantekningar eins og sjá má í samantektinni hér að neðan.

„Okkar löngu horfnu frændur sem við tökum opnum örmum!“

„Við kunnum mjög vel við ykkur.“

„Íslendingar eru eiginlega bara Norðmenn sem fóru í eina auka bátsferð og festust á stórum kletti úti í miðju hafi. En á þessum kletti tókst þeim að temja eldfjöll, ríða hestum sem þeir einir geta riðið, og búið til tónlist sem ekkert okkar skilur. Það er eins og þeir hafi tekið alla norsku víkingaorkuna, sett hana í lítinn kaffibolla og blandað smá töfrum út í. Þannig að við Norðmenn verðum einfaldlega að hneigja okkur.“

„Eins og frændfólk sem við eigum í reglulegum samskiptum við.“

„Eins og litli bróðir.“

„Ég fór þangað fyrir nokkrum árum og hafði aldrei hitt Íslending áður. Ég ímyndaði mér að þeir væru svipaðir og við. Það kom mér á óvart þegar ég komst að því að þeir eru dálítið kaldlyndir og dónalegir.“

„Stórbrotin náttúra, gott fólk. Ég elska verkin eftir Baltasar Kormák og Daða Frey.“

„Ég hef aldrei hitt forföður (Íslending) sem getur ekki drukkið mig undir borðið.“

„Ísland er einn fallegasti staðurinn á plánetunni.“

„Frændur okkar. Allir Íslendingar sem ég hef hitt hafa verið mjög almennilegir.“

„Ég elska Ísland og myndi elska að læra tungumálið einn daginn og ferðast þangað.“

„Ég hef aldrei hitt Íslending sem ég kann illa við. Frábært fólk.“

„Ég hugsa ekkert út í það. Þetta er bara land sem við eigum mjög gamla sögu með.“

„Norðmenn sem tala skringilega.“

„Ég heimsótti Ísland og Reykjavík síðasta vor. Þetta var eins og að koma í norskan bæ; fólkið, náttúran og byggingarnar. Við erum mjög svipuð, þannig að já. Ég elska Ísland og fólkið þar.“

„Íslendingar hreyfa sig eins og við, eru skrýtnir og kannski smá furðulegir eins og við. Ég hef alltaf átt auðvelt með að kunna vel við Íslendinga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“

Gómez hvarf á afmæli yngsta barnsins og fannst 10 dögum síðar í Þorlákshöfn – „Þú ert búinn að valda mér og mínum tilfinningalegum skaða“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“

Egill furðu lostinn eftir ferðalag um vegi landsins og margir taka undir – „Hvað veldur og hvað er til ráða?“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn

Notuðu 2.000 lítra af vatni til að slökkva eldinn
Fréttir
Í gær

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps

Telur útilokað að Ísland gangi í ESB á kjörtímabili Trumps
Fréttir
Í gær

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli

Segir rógi, rangfærslum og níði hafa verið beitt gegn Magnúsi Karli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi

Gæði vatnsins í Hveragerði ekki viðunandi en ekki talin heilsuspillandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“

Opinber X-síða Hvíta hússins hneykslar – „Við munum finna ykkur – og við munum drepa ykkur“