fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. október 2024 10:41

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að sögn Elínar Agnesar Kristínardóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá rannsóknarsviði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, átti andlát konu á sjötugsaldri, sem lögreglan tilkynnti um fyrr í morgun, sér stað í austurborginni. Elín vill ekki tilgreina nánar staðsetningu.

Lögregla verst allra frétta í málinu umfram tilkynningu hennar sem var eftirfarandi:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar andlát konu á sjötugsaldri.

Tilkynnt var um málið um miðnættið í gær og í kjölfarið var einn handtekinn í tengslum við það.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.“

Elín vildi ekki svara því til hvort hinn handtekni hefði tilkynnt um lát konunnar né hvort ljóst sé að andlát konunnar væri talið hafa borið að með saknæmum hætti. Þar sem rannsókn er á frumstigi getur lögregla veitt mjög takmarkaðar upplýsingar um málið.

Hins vegar segir Elín að búast megi við frekari upplýsingum síðar í dag og annarri tilkynningu frá lögreglu um málið.

Ef um morð var að ræða í þessu tilviki, sem tilkynning lögreglu bendir til, þá er þetta áttunda morðið sem er framið á árinu. Það síðasta var 15. september, en Sigurður Fannar Þórsson er grunaður um að hafa orðið dóttur sinni, Kolfinnu Eldeyju, að bana nálægt Krýsuvík.

Þrjú börn hafa verið myrt á árinu, meðal annars sex ára drengur, í íbúðarhúsi við Nýbýlaveg, í lok janúar. Dómur yfir móður hans, sem var ákærð í málinu, fellur næstu daga.

Morðin sjö eru í samtals sex málum en hjónum var ráðinn bani á Neskaupstað seint í ágústmánuði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum

Allt brjálað í fjölbýlishúsi í Hafnarfirði – Byggðu íbúð í geymslunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“

Einar bað Boga afsökunar – „Enda er þetta kolrangt hjá honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við

Tók pizzaofninn með við lok leigutíma og olli skemmdum á húsnæðinu – Sveik loforð um þrif en sagðist þó hafa skilað í betra standi en hann tók við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“

Óvenjulegt þjófnaðarmál í Grímsnesi: „Við höfum aldrei áður lent í neinu þessu líku“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður

Fullyrt að Kristrún verði forsætisráðherra og eitt ráðuneyti verði lagt niður
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng

Enn einn Snapchat-perrinn ákærður – Braut gegn 13 ára dreng
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt

Vaxtamálið fer fyrir Hæstarétt