Andlát konu á sjötugsaldri, sem lögregla rannsakar nú, var tilkynnt í morgun sem meiriháttar líkamsárás í Breiðholti. Kom þetta fram í frétt DV í morgun. Vísir hefur heimildir fyrir því að um sama mál sé að ræða.
Einn hefur verið handtekinn vegna málsins en ekki liggur fyrir hvort hann tilkynnti um árásina sjálfur. Lögregla verst allra frétta af málinu í bili en búast má við annarri tilkynningu frá lögreglu síðar í dag.
Fyrri tilkynningin var eftirfarandi:
„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar andlát konu á sjötugsaldri.
Tilkynnt var um málið um miðnættið í gær og í kjölfarið var einn handtekinn í tengslum við það.
Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.“
DV ræddi stuttlega við lögreglu fyrr í dag vegna málsins, sjá tengil hér að neðan: