fbpx
Sunnudagur 27.október 2024
Fréttir

Andlát konu á sjötugsaldri var fyrst tilkynnt sem meiriháttar líkamsárás í Breiðholti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 24. október 2024 11:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andlát konu á sjötugsaldri, sem lögregla rannsakar nú, var tilkynnt í morgun sem meiriháttar líkamsárás í Breiðholti. Kom þetta fram í frétt DV í morgun. Vísir hefur heimildir fyrir því að um sama mál sé að ræða.

Einn hefur verið handtekinn vegna málsins en ekki liggur fyrir hvort hann tilkynnti um árásina sjálfur. Lögregla verst allra frétta af málinu í bili en búast má við annarri tilkynningu frá lögreglu síðar í dag.

Fyrri tilkynningin var eftirfarandi:

„Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til rannsóknar andlát konu á sjötugsaldri.

Tilkynnt var um málið um miðnættið í gær og í kjölfarið var einn handtekinn í tengslum við það.

Rannsókn málsins er á frumstigi og ekki verða veittar frekari upplýsingar að svo stöddu.“

DV ræddi stuttlega við lögreglu fyrr í dag vegna málsins, sjá tengil hér að neðan:

Sjá einnig: Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Valgeir telur sig hlunnfarinn og veltir fyrir sér hvort hann sé heiðraður eða lítilsvirtur

Valgeir telur sig hlunnfarinn og veltir fyrir sér hvort hann sé heiðraður eða lítilsvirtur
Fréttir
Í gær

Naumlega tókst að forðast mikinn árekstur í Vestmannaeyjahöfn – Skipstjóri Herjólfs fór ekki að beiðni hafnsögumanns

Naumlega tókst að forðast mikinn árekstur í Vestmannaeyjahöfn – Skipstjóri Herjólfs fór ekki að beiðni hafnsögumanns