fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Ákærður 2006 fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið föður sinn – Situr nú í gæsluvarðhaldi vegna andláts móður sinnar

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 24. október 2024 23:53

Breiðholt Mynd tengist fréttinni ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

39 ára karlmaður sem var handtekinn í gær og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar á andláti móður sinnar var ákærður árið 2006 fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa stungið föður sinn í bakið. Karlmaðurinn var sýknaður vegna ósakhæfis.

Sjá einnig: Andlát konu í Breiðholti – Karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um miðnætti í gær um alvarlega líkamsárás í Breiðholti og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang. Í íbúðinni sem er í fjölbýlishúsi í Breiðholti bjó kona á sjötugsaldri, endurlífgunartilraunir hófust um leið og komið var á vettvang en þær báru ekki árangur. Konan var úrskurðuð látin á vettvangi og einn var handtekinn á vettvangi. Lögreglan greindi frá því í tilkynningu síðdegis að hinn handtekni væri sonur konunnar. 

Vísir greinir frá því fyrr í kvöld að samkvæmt heimildum fréttastofu á maðurinn fyrri sögu um ofbeldi gegn foreldrum sínum. Heimildum DV ber þar saman.

Árið 2006 stakk hann föður sinn með hníf í bakið og var ákærður fyrir tilraun til manndráps.

Sögðust fyrirgefa syni sínum í viðtali við DV

DV ræddi við foreldra mannsins árið 2006 í kjölfarið á árásinni. Sögðu þau að sonurinn hefði verið í helgarleyfi frá Kleppi þegar faðir hans tók eftir því að að sonur hans væri hugsanlega undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Hugðist hann hringja í konu sína hvort hún vissi eitthvað um ástand sonarins, en sonurinn hafi viljað símann og elt föðurinn um heimili hans.

Feðgarnir tókust síðan á inni í svefnherbergi og faðirinn greindi frá því fyrir dómi að hann hefði dottið í gólfið og sonurinn kýlt hann ítrekað. Faðirinn sagð að honum hefði tekist að sparka í klof sonarins og komist undan og hlaupið fram á gang en séð að sonurinn hefði farið inn í eldhús og farið að róta í skúffum. Faðirinn sagðist hafa reynt að hlaupa í burtu, en verið rétt kominn fram á gang þegar hann var stunginn af syni sínum. Fyrir dómi kom fram að sonurinn hefði áður sýnt foreldrum sínum ógnandi hegðun með hnífum. 

Sonurinn játaði verknaðinn, en sagði hafa reiðst orðum föður síns. Sonurinn var metinn ósakhæfur og sagði í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að á verknaðarstundu hafi sonurinn verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum. Var honum gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun.

Í viðtalinu við DV sagðist faðirinn hafa náð sér að fullu eftir árásina. Hjónin sögðu son þeirra vera veikan frá unga aldri og veikindi hans hafa heltekið fjölskylduna. Sögðust foreldrarnir hafa fyrirgefið syni sínum árásina og heimsækja hann reglulega á Sogn. Þeir feðgar hafi talað saman og sonurinn áttað sig á verknaðinum. Sögðust þau vona að sonur þeirra myndi ná sér og vonandi fara aftur út í samfélagið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“
Fréttir
Í gær

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá

Kæru vegna sjókvíaeldis í Seyðisfirði vísað frá
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka
Fréttir
Í gær

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“

Guðmunda þekkir það vel að vera aftast í röðinni og gleymast – „Ég lifi það ekki af að bíða svo lengi, henni varð á að hlæja“
Fréttir
Í gær

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“

Dóri DNA segist með Mosfellsbæ á heilanum – „Þarna er hugsað stórt og ég elska þegar það er hugsað stórt“