fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Fréttir

Starfaði án starfsleyfis í aldarfjórðung en fær áheyrn að nýju

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 23. október 2024 20:30

Heilbrigðisráðuneytið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðuneytið hefur lagt fyrir embætti landlæknis að taka umsókn konu um starfsleyfi sem þroskaþjálfi fyrir að nýju. Konan hafði starfað undir starfsheitinu þroskaþjálfi án starfsleyfis í hartnær aldarfjórðung en umsókn hennar um slíkt leyfi var synjað fyrr á þessu ári.

Í úrskurðinum segir að konan hafi unnið að málefnum fatlaðs fólks og fólks með þroskaskerðingar meira og minna frá árinu 1987 og á stofnun í þágu fatlaðs fólks, allt frá því að hún lauk B.Ed-námi í þroskaþjálfafræðum við Kennaraháskóla Íslands árið 1999, til ársins 2022. Hún hafi upphaflega starfað sem nemi samhliða námi sínu en starfað sem yfirþroskaþjálfi fyrst eftir útskrift og síðan um langan tíma sem forstöðuþroskaþjálfi á stofnuninni. Samhliða vinnu hafi hún einnig viðhaldið menntun sinni með því að sækja námskeið sem tengjast faginu og setið margvíslegar ráðstefnur og fyrirlestra.

Umsókn konunnar um starfsleyfi sem þroskaþjálfi var synjað á þeim grundvelli að hún hefði ekki lokið tilskyldum fjölda eininga á meistarastigi sem krafa væri gerð um í reglugerð frá 2012, um menntun, réttindi og skyldur þroskaþjálfa og skilyrði til að hljóta starfsleyfi. .

Ekki heimilt

Í umsögn embættis landlæknis er bent á að konan hafi starfað sem þroskaþjálfi allt frá 1999 en ekki sótt um starfsleyfi fyrr en 2024, 25 árum síðar. Það sé ekki heimilt samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn. Embættið sagði konuna ekki uppfylla núgildandi skilyrði sem gerð eru fyrir veitingu starfsleyfis sem þroskaþjálfi.

Konan sagði í andsvörum sínum við umsögn embættis landlæknis að málið væri langt í frá svona einfalt. Sagðist hún hafa rætt við nokkra þroskaþjálfa sem hafi ekki hlotið starfsleyfi sem slíkir en samt kallað sig þroskaþjálfa. Hún minnti á að hún hefði starfað sem þroskaþjálfanemi, yfirþroskaþjálfi, forstöðuþroskaþjálfi, stofnað eigin rekstur fyrir fólk með þroskafrávik og fengið leyfi fyrir því sem þroskaþjálfi auk þess að hafa farið í endurmenntun og tekið þroskaþjálfanema frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands í starfsnám, allt án þess að vera spurð um starfsleyfi. Nú þurfi hún skyndilega starfsleyfi til þess að geta starfað við fagið sem hún menntaði sig í.

Vissi ekki

Fullyrti konan að hún hefði aldrei verið upplýst um að hún þyrfti starfsleyfi sem þroskaþjálfi en undanfarið sé farið fram á slíkt starfsleyfi í atvinnuumsóknum. Þegar hún hafi lokið námi 1999 í þroskaþjálfafræðum hafi menntavísindasvið Háskóla Íslands ekki verið stofnað. Á þeim tíma hafi verið óljóst með hvaða gráðu þroskaþjálfar ættu að útskrifast. Hún hafi síðan þá verið fullgildur meðlimur Þroskaþjálfafélag Íslands.

Í niðurstöðu heilbrigðisráðuneytisins er minnt á að samkvæmt lögum um heilbrigðisstarfsmenn séu þroskaþjálfar löggilt heilbrigðisstétt. Í lögunum komi fram að sá einn hafi rétt til að nota starfsheiti löggiltrar heilbrigðisstéttar og starfa sem heilbrigðisstarfsmaður hér á landi sem fengið hefur til þess leyfi landlæknis.

Í áðurnefndri reglugerð frá 2012 segir að skilyrði þess að hljóta starfsleyfi sem þroskaþjálfi sé að hafa lokið grunnnámi auk diplómaprófi á meistarastigi.

Nýr möguleiki

Hins vegar tók fyrr í þessum mánuði gildi ný reglugerð þar sem landlækni er heimilað að veita þeim starfsleyfi sem uppfylltu skilyrði fyrir starfsleyfi þroskaþjálfa sem í gildi voru á þeim tíma þegar námi lauk og hafa viðhaldið kunnáttu sinni við fagið frá þeim tíma, enda mæli sjónarmið um öryggi sjúklinga ekki gegn því. Umsókn konunnar var synjað í febrúar áður en þessi nýja reglugerð tók gildi.

Í niðurstöðu heilbrigðisráðuneytisins segir að samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis við meðferð málsins, og gögnum þess að öðru leyti, hafi embættið talið að konan uppfylli skilyrði nýju reglugerðarinnar, a.m.k. að hluta, en embættið hafi ekki framkvæmt heildstætt mat á innsendum gögnum konunnar með hliðsjón af hinni nýju reglugerð.

Það er því niðurstaða ráðuneytisins að fella beri úr gildi ákvörðun embættis landlæknis um að synja konunni um starfsleyfi og leggja fyrir embættið að taka umsókn hennar til meðferðar að nýju, enda sé möguleiki á að hún geti átt rétt á starfsleyfi á grundvelli hinnar nýju reglugerðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd