fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Fréttir

Prís með lægsta verðið þriðja mánuðinn í röð – „Ferð í Prís er vörn gegn verðbólgu“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 23. október 2024 13:30

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís.  

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt verðlagseftirliti ASÍ hefur versluninni Prís tekist að vera með lægsta vöruverð á matvörumarkaði þá þrjá mánuði sem verslunin hefur starfað. ASÍ birti í gær niðurstöðu könnunar sinnar um verðlag í september og október og kemur þar m.a. fram að Prís var í langfelstum tilfellum með lægsta verð á vörum.

Könnun ASÍ leiddi einnig í ljós að eftir tveggja mánaða lækkun á verðlagi matvöru hækkar matvara nú á ný. Aðspurð um þetta segir Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Prís: „Það er eitthvað sem við ráðum illa við þegar koma hækkanir á lambakjöti vegna hærra afurðaverðs til bænda, en að öðru leiti erum við almennt ekki að hækka verð held heldur halda því eins lágu og við mögulega getum.“

Gréta segir að gott jafnvægi sé komið á í starfsemi verslunarinnar og viðtökur viðskiptavina séu afar góðar. „Ég upplifi að viðskiptavinir hafa tekið mjög vel í þetta. Ég skal vera hreinskilin og segi að með því að koma í Prís ertu að styðja við lægra matvöruverð á Íslandi og þetta hefur líka haft áhrif á verðbólgutölur. Ferð í Prís er vörn gegn verðbólgu.“

Gréta segir samkeppnina harða en það hefur komið henni á óvart að keppinautar hennar hafa beitt hótunum. „Við erum að upplifa það að það er verið að hóta birgjum og framleiðendum, að taka vörurnar þeirra úr sölu. Það kemur manni á óvart, í stað þess að svara inn á vellinum þá er farið í manninnn en ekki boltann.“

DV spyr Grétu hvaða aðferðum Prís beiti til að vera alltaf með lægsta verðið. „Við leitum leiða í öllu sem við gerum til að gera hlutina á hagkvæmari hátt, til dæmis í tækniútfærslum, þá spyrjum við okkur alltaf hvort þetta sé ódýrasta leiðin. Það sama gildir um hvernig við mönnum okkur og hvernig við skipuleggjum búðina. Við spyrjum okkur alltaf: Getum við gert þetta á hagkvæmari hátt? Til að geta skilað lægra verði. Eitt er auglýsingarnar. Við erum ekki í einhverjum production-auglýsingum heldur leitum við leiða til að spara í markaðssetningu og gerð markaðsefnis til að viðskiptavinurinn fái lægra verð.“

Gréta minnir á að núna sé tími kosningaloforðanna þegar kosningar eru framundan og hún leggur áherslu á mikilvægi þess að standa við loforðin. „Við höfum staðið við okkar loforð og ætlum að gera það áfram. Við ætlum að bjóða lægsta verð á markaði. Fólk á að koma í Prís ef það vill sniðganga verðhækkanir og styðja við samkeppni, reynslan hefur sýnt að samkeppnin bregst við með því að lækka verð. Þannig að ef Prísa væri ekki á markaðnum þá væri verð hærra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd