fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Fréttir

Óttar orðinn hundleiður á vælinu: „Þjóðin hefur aldrei haft það jafn gott“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. október 2024 09:00

Óttar Guðmundsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óttar Guðmundsson, einn þekktasti geðlæknir þjóðarinnar, er í athyglisverðu viðtali hjá Eggerti Skúlasyni í Dagmálum, frétta- og dægurmálaþætti Morgunblaðsins.

Í viðtalinu fer Óttar um víðan völl og ræðir til dæmis um fólk sem glímir við ótta og kvíða vegna öldrunar og þjóðarsálina sem hann hefur oftar en ekki skrifað pistla um. Óttar hefur skrifað pistla í fjölmiðla í yfir 30 ár, eða frá árinu 1989.

Í viðtalinu benti Eggert Óttari á að við værum mjög þrasgjörn þjóð áður en hann spurði hvernig hann haldi að íslenskri þjóð líði í dag.

„Ég held að fólki líði mikið betur en það segir að sér liði, en það er orðin einhver svona lenska að barma sér og tala um hvað allt sé djöfullegt, heimurinn sé á helvegi og mér líði svo illa yfir þessu og hinu. Auðvitað er það voðalega skrýtið þetta væl í þjóðinni vegna þess að þjóðin hefur aldrei haft það jafn gott og hún hefur það í dag,“ segir Óttar meðal annars.

Hann segist vera 19. aldar maður og enn hluti af 19. öldinni eins og hann orðar það.

„Ef maður ber lífskjör þjóðarinnar saman við lífskjörin á 19. öldinni þá er það algjörlega svart á hvítt. Þannig að þessi væll allur er náttúrulega voðalega leiðinlegur í sjálfu sér, hvað allt er ömurlegt og hvað ég á bágt.“

Eggert spurði Óttar að því hvort þetta hefði ef til vill aukist. Óttar svaraði því játandi.

„Þetta hefur aukist mjög mikið og fjölmiðlar gera rosalega út á þetta og það pirrar mig mjög mikið. Það pirrar mig mjög mikið þegar það er fyrsta frétt á RÚV dag eftir dag um einhverja konu eða mann sem þurfti að bíða á slysadeild eða bráðamóttökunni. Svo gerðist þetta og gerðist hitt. Það er alltaf verið að finna einhverja blóraböggla fyrir því að fólki líði illa,“ sagði Óttar meðal annars.

Þáttinn má nálgast í heild sinni á vef mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd