fbpx
Laugardagur 26.október 2024
Fréttir

Ótrúlegustu hlutir rata í netin hjá Sigga Bjarna – Bleik múffa og dúkka sem varð kveikjan að skáldsögu

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 23. október 2024 20:30

Ýmislegt leynist í sjónum. Myndir/aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhöfnin á Sigga Bjarna KE 5 hefur fengið ýmislegt í nótina á undanförnum árum. Meðal annars brúðu sem varð kveikjan að metsöluskáldsögu og nú síðast bleika kynlífsmúffu.

Bubbi Gunnlaugarson, sjómaður á dragnótabátnum Sigga Bjarna sem er gerður út frá Garði, birtir í dag myndir af ýmsu sem áhöfnin hefur fundið. Kennir þar ýmissa grasa.

„Það er nú ýmislegt sem voðin hefur fært okkur hér í Faxaflóanum …. Það nýjasta er ……. bleik múffa,“ segir Bubbi í færslu á samfélagsmiðlum.

Um þessar mundir fer einmitt fram auglýsingaherferð Sorpu og kynlífstækjaverslunarinnar Blush þar sem minnt er á mikilvægi þess að setja gömul kynlífstæki í endurvinnslu. Þeirri herferð er aðallega beint að rafknúnum kynlífstækjum en múffan sem kom í netin hjá Sigga Bjarna virðist ganga fyrir handafli.

Brúða með ásakandi augnaráð

Einn gripur hefur vakið sérstaka eftirtekt. Það er brúða, illa útleikin eftir barninginn í hafinu, eineygð og þakin hrúðurkörlum. Er hún með stingandi og jafn vel ásakandi augnaráð.

Myndin af dúkkunni var kveikjan að skáldsögunni Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur frá árinu 2018. Í lýsingu af bókinni segir:

„Gömul brúða þakin hrúðurkörlum en með nisti um hálsinn er dregin úr sjó með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Forstöðumaður vistheimilis er sakaður um alvarlegan glæp. Útigangsmaður finnst myrtur. Og ferðamenn hverfa sporlaust.“

Í formála bókarinnar er Tryggva Jónssyni, skipskokkinum á Sigga Bjarna, þakkað en hann tók myndina áhrifamiklu.

Bleik múffa á bleikum degi

Eins og sést á myndunum hafa fleiri leikföng komið í netin. Einnig stígvél og skór úr gúmmí, kokteilhristir, bolli og sitthvað fleira.

Í athugasemdum við færsluna er nefnt að það sé heppilegt að fá bleika múffu í netin á sjálfum bleika deginum. Það er dagur bleiku slaufunnar á vegum Krabbameinsfélagsins.

Skipskokkurinn tók myndina af brúðunni ásækjandi.

 

Múffan er greinilega notuð.

 

Mikki ánægður með að vera laus úr volkinu.

 

Bæði stígvélin fundust.

 

Minna fræg brúða.

 

Hægt að bjóða upp á Martíní með þessu.

 

Vónin er færeyskt útgerðarfélag.

 

Ekkert skeyti í þessari flösku.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd