fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
Fréttir

Næst stærsti hluthafi Haga lýsir áhyggjum af áfengissölu Hagkaupa – „Augljóslega er reynt á þanþol bæði laga og samfélagslegrar ábyrgðar“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 23. október 2024 14:00

Netsala áfengis hefur valdið kurri hjá eigendum Haga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, LSR, sem er næst stærsti eigandinn í Högum hefur áhyggjur af netsölu áfengis hjá Högum. Í tilkynningu kemur fram að LSR hafi kallaði eftir samtali við forsvarsmenn Haga út af þessu.

LSR gaf út tilkynningu í gær út af málinu á heimasíðu sinni. Bætist hann því í hóp fjölda lífeyrissjóða sem lýst hafa áhyggjum af opnun netsölu áfengis Hagkaupa. Lífeyrissjóðirnir eiga um 75 prósent í Högum og LSR er næst stærsti hluthafinn með um 13,5 prósent.

Eins og DV hefur greint frá hafa meðal annars Brú, Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn lýst áhyggjum sínum. Þá setti stærsti eigandinn, lífeyrissjóðurinn Gildi, sig upp á móti tillögu stjórnar Haga að kaupréttarkerfi æðstu starfsmanna, sem tók gildi um svipað leyti og áfengissalan hófst.

Með Haga undir smásjá

„LSR hefur átt samtal við forsvarsmenn Haga hf. í kjölfar þess að nýstofnað dótturfélag þess hefur hafið sölu áfengis í gegnum netverslun sem þjónustuð er af verslunum Hagkaups,“ segir í tilkynningu LSR.

Bent er á að í eigendastefnu LSR segi að sjóðurinn geri kröfu um að félög sem hann fjárfestir í sýni ábyrgð gagnvart félagslegum þáttum, umhverfislegum þáttum og að starfað sé í samræmi við góða stjórnarhætti. Jafn framt hvetji sjóðurinn félög til að sýna ábyrgð gagnvart félagslegum og umhverfislegum þáttum í sinni starfsemi.

„Ýmsir hafa gagnrýnt þessa starfsemi Haga hf., þar á meðal samtök heilbrigðisstétta og forvarnarsamtaka, sem telja að með henni sé verið að auka aðgengi að áfengi, sem getur leitt til aukinna lýðfræðilegra og félagslegra vandamála. LSR deilir þessum áhyggjum og kallaði því eftir samtali við Haga hf. þar sem sjóðurinn áréttaði að félagið, í ljósi umfangs þess í íslensku efnahagslífi, beri mikla ábyrgð í sinni starfsemi,“ segir í tilkynningunni. „Sérstaklega ef ráðist er í aðgerðir á borð við þessar, þar sem augljóslega er reynt á þanþol bæði laga og samfélagslegrar ábyrgðar.“

Sjá einnig:

Fleiri eigendur í Högum krefja félagið um svör vegna áfengissölu – „Ef Hagar og Hagkaup halda þessu til streitu þá ættu lífeyrissjóðirnir að selja sín hlutabréf“

Fyrir liggi að lögmæti starfsemi netverslana með áfengi sé til rannsóknar hjá yfirvöldum, ásamt því að verið sé að skoða lagaumhverfi áfengissölu í landinu. LSR muni áfram fylgjast með framvindu þessa máls og opna á frekara samtal við Haga eftir því sem þurfa þykir.

Ögmundur sendi LSR bréf

Ögmundur Jónasson, sem áður gegndi meðal annars stöðu heilbrigðis og dómsmálaráðherra, lagði orð í belg um yfirlýsingu LSR í gær. En hann var einn af þeim sem sendu LSR bréf vegna fyrirhugaðrar netsölu áfengis Haga í ágúst.

„Stjórn LSR hefur þegar tekið málið upp við Haga hf og er það þakkarvert,“ segir Ögmundur á heimasíðu sinni ogmundur.is. „Einnig er minnt á það í yfirlýsingu LSR að lagaumhverfi áfengissölu í landinu sé til endurskoðunar en ósagt er látið hvort þar er átt við áform Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, sem vill styrkja lýðheilsustefnu stjórnvalda, eða Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra, sem hefur áform um að veikja þá stefnu með því að auðvelda sem mest aðgengi að áfengi, þar á meðal með netpöntunum hjá Hagkaupum og öðrum dreifingaraðilum.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“

Gagnrýna Íslandsbanka fyrir vaxtabreytinguna í dag – „Þetta er ógeðslegt, óboðlegt og til skammar“
Fréttir
Í gær

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“

Ólafur fengið nóg og yfirgefur Ísland: „Farið út, var sagt við mig, þið fáið enga hjálp hér“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtalækkunin þýðir fyrir 45 milljóna króna húsnæðislán
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir konunum þremur sem fengu háar fjárhæðir frá erlendum auðkýfingi – Ein sleppur vel en tvær sitja í súpunni

Dómur fallinn yfir konunum þremur sem fengu háar fjárhæðir frá erlendum auðkýfingi – Ein sleppur vel en tvær sitja í súpunni
Fréttir
Í gær

Garðyrkjubændur greina frá 25 prósent hækkun raforkuverðs á hálfu ári – Óttast að íslenskt grænmeti verði ekki samkeppnishæft

Garðyrkjubændur greina frá 25 prósent hækkun raforkuverðs á hálfu ári – Óttast að íslenskt grænmeti verði ekki samkeppnishæft