fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Fréttir

Guðmundur lýsti ótrúlegri þrautagöngu við að fá tíma hjá heimilislækni – Fékk þessi ráð til að leika á kerfið

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. október 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, reyndi að panta tíma hjá heimilislækni á dögunum. Hann fékk þá að kynnast þeirri stöðu sem nú er uppi í heilbrigðiskerfinu.. Hann deildi reynslu sinni á Facebook.

„Ætlaði að panta tíma hjá heimilislækni hjá Heilsugæslunni Höfða. Fór á Heilsuveru en ekki hægt að panta þar. Sendi tölvupóst en ekki er tekið mark á slíkum pósti og bent á heimasíðu. Fór á heimasíðuna og þar í netspjalli fékk ég samband við afgreiðslu. Ekki hægt að gera tímapöntun og enginn tími til hjá lækni. Bent á að hafa samband eftir mánuð til að sjá hvort hægt sé að fá tíma á næsta ári. Í hvernig samfélagi lifum við orðið, er að hugsa um að panta tíma hjá lækni erlendis.“

Færslan vakti mikla athygli og hafa margir deilt sambærilegum sögum í athugaemdum.

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins skrifar: „Hef sömu reynslu, þetta er eiginlega vonlaust, að verða.

Aðrir deildu sögum:

„Hef sömu sögu að segja. Beið í 4 mánuði eftir tíma meðan ég var illa haldinn af lungnabólgu, fór 6 sinnum á hjúkrunarvaktina en þar eru ekki teknar neinar framtíðarákvarðanir. Fór í 2 lungnasneiðmyndatökur en þegar ég komst loksins til læknisins þá hafði hann ekki fengið neinar upplýsingar um hvað hafði verið í gangi hjá mér, þrátt fyrir loforð allra þeirra sem sinntu mér. Tíminn fór því allur í að þylja allt upp sem hafði átt sér stað og dugði ekki einu sinni í það. Það hlýtur að þurfa að endurskoða þetta eitthvað, verklag, mönnun og annað.“

„Það var 6 mánaða bið eftir tíma hjá heimilislækninum mínum. Byrjaði sem mánuður svo var frestað tímanum mínum aftur og aftur og endaði í 6 mánuðum. Rugl“

„Var í hittingi með 10 konum í gærkvöldi þar sem svona hryllingssögur voru sagðar og engin veit hvert á að leita.“

Ráð til að leika á kerfið

Enn aðrir deildu þó góðum aðferðum sem hafa komið þeim undir læknishendur með smá útsjónarsemi:

Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, skrifar: „Hef mætt í opna tíma hjá hjúkrunarfræðingi á minni heilsugæslu sem hefur kallað til lækni ef þess er þörf. Það hefur reynst mér vel – en þessi biðtími er galinn. Það þarf að fjölga læknum.“

Fleiri ráð:

„Á minni heilsugæslu virka þrjár aðferðir til að fá tíma. Ein er að mæta á staðinn, biðja um að hitta hjúkrunarfræðing og sv metur hún hvort þú þurfir að hitta lækni. Yfirleitt hef ég hitt lækni í framhaldinu, þar sem ég er ekki að fara nema það sé eitthvað að.

Númer tvö er að senda skilaboð á heilsuveru til læknis. Skrifar skilaboð og biður um að þau fari til viðkomandi læknis. Stundum hef ég sjúkdómsgreint mig sjálf og t.d. beðið um sýklalyf, en þá vill læknirinn hitta mig fyrst og gefur mér tíma.

Þriðja aðferðin er að nota símatíma læknis, hringja og lýsa vandamálinu. Annað hvort er það leyst í símtalinu eða þér er gefinn tími. Auðvitað er glatað að þurfa að fara í þessar æfingar til þess að fá tíma á heilsugæslunni, en svona er kerfið okkar einfaldlega orðið“

„Bara hringja í síma 1700 og lýsa erindinu fyrir hjúkrunarfræðingnum sem þú færð samband við. Hann metur stöðuna og sendir þig á þá heilsugæslustöð sem þú ert skráður á eða einhverja aðra. Það hefur aldrei verið eins auðvelt og fljótlegt að komast að hjá heimilislækni eins og eftir að þetta fyrirkomulag var tekið upp. Hef þrisvar sinnum þurft að komast til læknis á síðustu tveimur mánuðum og fékk tíma samdægurs.“

„Ég hef getað sent skilaboð á heimilislækninn minn á netspjalli í gegnum heilsuvera og hann svarar alltaf innan sólarhrings og oftast eftir max 2 til 3 tíma. Ef hann metur sem svo að þetta sé eitthvað aðkallandi dæmi í gangi þá fæ ég tíma undireins. Mér hefur sýnst að aðrar leiðir en netspjallið virki ekki.“

Af athugasemdum má þó ráða að ofangreindar aðferðir virki ekki endilega fyrir alla, til dæmis hafa sumar heilsugæslustöðvar lokað fyrir skilaboð í gegnum Heilsuveru.

Einn taldi sig þó sjá í gegnum kerfið:

„Sko, þetta er í stuttu máli svona. Þú færð tíma hjá lækni með hæfilega löngum fyrirvara til þess að þegar þar að kemur hefur þér annað hvort batnað af sjálfu sér eða þú ert dauður. Fullkomnara heilbrigðiskerfi er varla hægt að hugsa sér“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd