fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Fréttir

Ferðamaður miður sín eftir innbrot í bíl – „Ég hélt að Ísland væri öruggur staður“

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 23. október 2024 12:30

Glugginn var mölvaður. Myndir/Reddit

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur ferðamaður greinir frá því að brotist hafi verið inn í bílinn hennar í Reykjavík. Framrúðan farþegamegin var mölvuð og hlutum stolið úr bílnum.

„Ég hélt að Íslandi væri öruggur staður,“ segir ferðamaðurinn á samfélagsmiðlinum Reddit. „Ég er frá Los Angeles þar sem svona lagað er daglegt brauð og maður má jafn vel búast við því. Ég bjóst aldrei við því að þetta myndi gerast í fyrstu ferðinni minni til Reykjavíkur.“

Meðal þess sem var stolið var rándýr Helly Hansen útivistarpeysa. Í peysunni voru meðal annars skilríkin hennar. Bílnum hafði verið lagt í Laugardalshverfinu.

Konan segist hafa hringt á lögregluna og lögreglumenn hafi virst vera mjög hjálpsamir. „Þeir báðu mig um persónuupplýsingar til að þeir gætu hringt í mig og sent mér peysuna ef hún fyndist einhvern tímann. Ég held að hún finnist ekki en það var augljóst að þeir vildu hjálpa.“

Ferðamenn oft fórnarlömb

Hafa skapast miklar umræður um þetta á meðal ferðamanna. Kemur þetta sumum þeirra verulega á óvart.

„Þetta er áfall og gerist sjaldan á Íslandi. Þetta kemur mér á óvart,“ segir einn netverji í athugasemdum.

„Ísland er svo mikil útópía á svo margan hátt að þetta veldur mér miklum vonbrigðum. Síðasti staðurinn í heiminum þar sem er ekkert nema töfrar og fegurð….en svo gerist þetta,“ segir annar.

Einn bendir á að heilt yfir sé Ísland frekar öruggt en að innbrot og smáglæpir gerist af og til, sérstaklega miðsvæðis í Reykjavík. Ferðamenn séu oft fórnarlömbin. Þá hafi mjög kólnað í veðri undanfarið sem þýðir að einhver gæti hafa þurft mjög á peysu að halda.

Nokkrir koma með ráð í athugasemdum til að komast hjá innbroti í bíl. Einn nefnir að hann breiði alltaf teppi yfir öll verðmæti áður en hann fer út úr bílnum til þess að óprúttnir aðilar sjái þau ekki. Annar segir gott að hafa hanskahólf og önnur hólf opin og sýnileg þannig að þjófurinn sjái að það sé ekki eftir neinu að falast í bílnum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd