Myndband sem klámmyndaleikarinn Dante Colle tók og birti á samfélagsmiðlum hefur vakið talsverða athygli. Í myndbandinu skýtur hann með skammbyssu á nýja bílinn sinn til að kanna hvort fullyrðing Musk eigi við rök að styðjast.
Á myndbandinu má sjá þegar Dante skýtur á afturenda bílsins og er skemmst frá því að segja að kúlan fór í gegn. Miðað við viðbrögð Dantes átti hann ekki beinlínis von á því. Hann prófaði svo aftur og skaut á hlið bílsins og skildi kúlan eftir sig myndarlegt sár án þess þó að fara í gegn.
Þó að Cybertruck-bíllinn sé ekki að fullu skotheldur eins og myndbandið ber með sér er hann töluvert sterkbyggðari að utan en aðrir bílar. Ytra byrði bílsins er úr harðgerðu ryðfríu stáli og gluggarnir eru úr svokölluðu armor-gleri sem á að þola högg frá hafnabolta á allt að 112 kílómetra hraða.