fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Vildi athuga hvort Cybertruck-bíllinn væri skotheldur en sá strax eftir því

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. október 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, stofnandi Tesla og einn ríkasti maður heims, hefur haldið því fram að Cybertruck-bíllinn úr smiðju fyrirtækisins sé skotheldur.

Myndband sem klámmyndaleikarinn Dante Colle tók og birti á samfélagsmiðlum hefur vakið talsverða athygli. Í myndbandinu skýtur hann með skammbyssu á nýja bílinn sinn til að kanna hvort fullyrðing Musk eigi við rök að styðjast.

Á myndbandinu má sjá þegar Dante skýtur á afturenda bílsins og er skemmst frá því að segja að kúlan fór í gegn. Miðað við viðbrögð Dantes átti hann ekki beinlínis von á því. Hann prófaði svo aftur og skaut á hlið bílsins og skildi kúlan eftir sig myndarlegt sár án þess þó að fara í gegn.

Þó að Cybertruck-bíllinn sé ekki að fullu skotheldur eins og myndbandið ber með sér er hann töluvert sterkbyggðari að utan en aðrir bílar. Ytra byrði bílsins er úr harðgerðu ryðfríu stáli og gluggarnir eru úr svokölluðu armor-gleri sem á að þola högg frá hafnabolta á allt að 112 kílómetra hraða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 

Læknar tjá sig um „skelfileg skrif“ Áslaugar og saka hana um fáfræði og vanþekkingu – „Fyrst og fremst bruðl með ríkisfé“ 
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?

Er þriðja heimsstyrjöldin í uppsiglingu? Hvað segja sérfræðingar?
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti

Reykjavíkurborg gafst upp á nágrannadeilum í Grafarholti