fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Ragnar Þór kallaður lygari og hræsnari: „Þetta er veruleiki fólks sem tekur ákvörðun um að bjóða fram krafta sína fyrir samfélagið okkar“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. október 2024 10:11

Ragnar Þór formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er veruleiki fólks sem tekur ákvörðun um að bjóða fram krafta sína, til gagns, fyrir samfélagið okkar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR og nýr liðsmaður Flokks fólksins, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Þar skrifar hann um þá hörðu gagnrýni sem þeir sem vilja gera samfélaginu gagn fá oft á tíðum yfir sig.

„Lygari, óheiðarlegur, skrifar falsfréttir, hræsnari, popúlisti, lýðskrumari, dóni, stundar hatursorðræðu og kvenfyrirlitningu, brennuvargur og ofbeldismaður. Þetta orðfæri í minn garð tók ég skjáskot af í síðustu formannskosningum í VR. Og athugið að þetta náði aðeins yfir einn dag og var langt frá því að vera tæmandi. Sumt af því sem skrifað var verður ekki haft eftir hér.“

Ragnar Þór segir að þetta sé veruleiki fólks sem tekur ákvörðun um að bjóða fram krafta sína, til gagns, fyrir samfélagið. „Og ég held að flestir þeir sem taka þátt í stjórnmálum eða verkalýðspólitísku starfi geti samsvarað sig við það sem ég skrifa.“

Ragnar Þór hefur fengið yfir sig þó nokkra gagnrýni fyrir að fara í framboð fyrir Flokk fólksins og ætla á sama tíma að vera áfram formaður VR. Elva Hrönn Hjartardóttir, sem bauð sig fram til formanns VR gegn Ragnari í fyrra, gagnrýndi þetta til dæmis og sagði að „hræsnin“ ætti sér engin takmörk.

Elva lætur Ragnar Þór finna fyrir því: „Hræsnin á sér engin takmörk“

Í færslu sinni tjáir Ragnar sig ekki beint um þessa gagnrýni en bendir þó að hann og fjölskylda hans hafi þurft að finna leiðir til að vinna í kringum slíka orðræðu. Kannski sérstaklega eftir að elstu börn hans eru farin að fylgjast meira með umræðunni á samfélagsmiðlum og lesa fréttir, fylgjast með pabba sínum í baráttunni, taka afstöðu og þátt í að móta betra samfélag.

„Eitt af því sem við hjónin reynum að gera, og verðum að gera, er að setja okkur mörk. Fara ekki inn á samfélags- eða fréttamiðla eftir kvöldmat. Og draga þannig úr líkum þess að fara með einhver niðrandi ummæli í maganum eða hausnum þegar við förum að sofa. Þetta tekst ekki alltaf en er ágætis leið fyrir alla þá sem hyggjast bjóða fram krafta sína í komandi Alþingiskosningum.“

Ragnar segir að það sé því miður lítil von um að við sem samfélag getum breytt af leið og tekið öllu fólki og flokkum fagnandi sem býður fram krafta sína, en tekið svo málefnalega afstöðu fyrir það sem þeir standa.

„Þess vegna vildi ég deila þessu ráði til þeirra sem hafa hugrekki til að taka þátt í komandi Alþingiskosningum. Þetta virkar, oftast,“ segir Ragnar sem hvetur öll til að skrifa undir meðmælendalista þeirra flokka sem bjóða fram, því lýðræðið sé eitt það dýrmætasta sem við eigum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir

Úkraínsku hermennirnir voru í þjálfun í Frakklandi – Skyndilega hurfu þeir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít

Ofsótti lesbískt par linnulítið í hálft ár – Brjálaðist vegna beiðni um að þrífa upp hundaskít
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“

Ragnheiður skoðaði íbúð á föstudegi en á mánudegi var búið að selja hana – „Og hverjum haldið þið?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu

Álftnesingur réðst á lögreglumann í Valsheimilinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“

Tvíburasynir Rannveigar og Birgis Þórs fæddust eftir 25 vikna meðgöngu – „Við þurfum að vera til staðar fyrir litlu hetjurnar“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“