fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Fréttir

Óskar lék á kerfið í Leifsstöð til að kaupa sér pylsu – „Verður sótt á fimmtudaginn“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 22. október 2024 19:30

Óskar var ánægður með pylsuna sína. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Segja má að Óskar Magnússon, rithöfundur og kaupsýslumaður, hafi leikið á kerfið þegar hann fór um Leifsstöð fyrir skemmstu. En þar gilda harðari reglur um kaup á pylsum en áfengi eða tóbaki við komuna til landsins.

„Í Leifsstöð má kaupa brennivín, sælgæti, sígarettur og vindla, munntóbak og nef, þegar maður kemur til landsins. En ekki Bæjarins bestu nema sýna brottfararspjald,“ segir Óskar í nýlegri færslu á samfélagsmiðlum.

Augljóslega fannst honum þetta undarlegt og ákvað að sjá við þessu tollakerfi þegar hann var á leið til Færeyja snemma í síðustu viku. Birtir hann samskiptin við afgreiðslustúlku hjá Bæjarins bestu.

„Ég: Eina pulsu takk.

Brosmild afgreiðslustúlka: Má ég sjá brottfararspjaldið.

Ég: Gjörðu svo vel. Sýni spjaldið í símanum, nútímamaður.

Afgreiðslustúlkan: Hvað má bjóða þér á pylsuna?

Ég: Það skal ég segja þér á fimmtudaginn.

Afgreiðslustúlkan: Ó? Hvernig þá?

Svo leyfði hún mér að borga, prentaði út kvittun og skrifaði á hana: Verður sótt á fimmtudaginn,“ segir Óskar. Eins og sést á meðfylgjandi mynd var hann glaðhlakkalegur yfir þessu uppátæki.

Þó nokkrar umræður hafa skapast um hvers vegna þetta kerfi sé svona. Óskar segir að þetta sé að finna í 104. grein tollalaga, það er að aðeins megi selja tollfrjálsar vörur við brottför gegn framvísun brottfararspjalds.

„En ég veit samt ekki hvernig pulsurnar geta verið tollfrjálsar, framleiddar hér í næsta húsi, SS Hvolsvelli og m.a. úr sauðfé sem gengur hér á aurunum fyrir neðan okkur,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd