fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Fréttir

Nálgumst hvert annað með kærleika, eflum tengslin og sýnum samfélagslega ábyrgð – Árlegt Kótilettukvöld Samhjálpar framundan

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. október 2024 15:35

Mynd frá 2023 þegar Samhjálp fagnaði 50 ára afmæli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nálgumst hvert annað með kærleika, eflum tengslin og sýnum samfélagslega ábyrgð. Þetta er ákallið í samfélaginu í dag og nú er árlegt Kótilettukvöld Samhjálpar framundan, miðvikudaginn 23. Samhjálp býður landsmönnum að taka þátt í þessu árlega fjáröflunarkvöld í veislusal Hilton Hótel Nordica.

Kokkarnir sem sáu um kræsingarnar í fyrra
Mynd frá 2023 þegar Samhjálp fagnaði 50 ára afmæli.

„Nú er kallað eftir samfélagslegri ábyrgð, að við ræktum tengslin ekki bara við okkar nánustu heldur einnig nágranna okkar og samborgara. Nýkjörin forseti lýðveldisins skorar á alla Íslendinga að gerast riddarar kærleikans. Samhjálp hefur starfað í rúm 50 ár með kærleikann að vopni. Teygt fram hjálparhönd til þeirra sem höllustum fæti standa í samfélaginu, mætt öllum að vinsemd og virðingu hvar sem þeir eru og minnt á að við erum öll fólk. Kótilettukvöldið er stærsta árlega fjáröflunarverkefni Samhjálpar og nú gefst öllum tækifæri til að sýna kærleiksþel og kaupa miða. Skemmta sér í góðum hópi og gera gott um leið,“

segir Steingerður Steinarsdóttir, verkefna- og ritstjóri Samhjálpar.

Mynd frá 2023 þegar Samhjálp fagnaði 50 ára afmæli.

Húsið opnar kl 18.30 en dagskráin hefst kl. 19.00 og stendur til 22.00. Frábærir tónlistarmenn og skemmtikraftar gefa vinnu sína og sjá um að engum leiðist á þessu skemmtilega kvöldi.  

Boðið verður upp á gómsætar kótilettur ásamt meðlæti en Klúbbur matreiðslumeistara sér um eldamennskuna og því ætti enginn að fara svangur heim. 

Auk góðrar tónlistar verða sagðar reynslusögur. Einnig er aðgöngumiðinn á viðburðinn happdrættismiði þar sem hægt er að hreppa glæsilega vinninga. Vinningaskrá inniheldur meðal annars vinninga frá: 

Hótel Varmaland
Sky Lagoon
Forlaginu
Veru Design
Termu snyrtivöruheildverslun
Nathan og Olsen 
Omnom súkkulaði   

Allur ágóði rennur til viðamikils starfs Samhjálpar en samtökin meðal annars hafa boðið heimilislausum margvíslega aðstoð og aðhlynningu nú í bráðum hálfa öld. Í salnum er lagt á borð fyrir 300 manns en miðarnir eru fljótir að fara og um að gera að tryggja sér pláss sem fyrst. Miðasalan fer fram á tix.is.

Mynd frá 2023 þegar Samhjálp fagnaði 50 ára afmæli.
Mynd frá 2023 þegar Samhjálp fagnaði 50 ára afmæli.
Mynd frá 2023 þegar Samhjálp fagnaði 50 ára afmæli.
Mynd frá 2023 þegar Samhjálp fagnaði 50 ára afmæli.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd