fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Kópavogsbær endurnýjar ekki samning vegna Roðasala

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. október 2024 19:50

Roðasalir Mynd: ja.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bæjarstjórn Kópavogs mun ekki endurnýja samning við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) vegna reksturs hjúkrunarheimilisins Roðasala sem rennur út í lok mars 2025. Var það samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Í tilkynningu kemur fram að lagt er til að framlengja núgildandi samning tímabundið á meðan unnið er að því að flytja íbúa Roðasala í ný hjúkrunarrými Hrafnistu við Boðaþing sem tekin verða í notkun vorið 2025.

Kópavogsbær hefur rekið Roðasali síðastliðin 20 ár með daggjöldum frá ríkinu og viðbótarframlagi frá bænum. Upphaflega stóð til að þar fengju einstaklingar þjónustu sem væru á fyrri stigum minnistaps og voru allir íbúarnir upphaflega úr Kópavogi. Þróun þjónustunnar hefur hins vegar verið á þá leið að þjónustuþyngd eykst stöðugt og uppfyllir starfsemin ekki þau skilyrði sem sett eru fram í þeirri kröfulýsingu sem um starfsemina gildir og samningur við SÍ byggir á.

Ástæður þess má rekja bæði til þess hve óhentugt húsnæðið er en einnig til þess hve smá einingin er. Kröfulýsing hjúkrunarheimila gerir almennt ráð fyrir því að þar geti íbúi dvalið til æviloka og þegar lífslok nálgast er það hlutverk hjúkrunarheimilis að veita líknandi meðferð. Þessu er ekki unnt að verða við í Roðasölum og þess vegna hafa íbúar þurft að flytjast búferlum á önnur hjúkrunarheimili þegar heimilið ræður ekki lengur við að mæta þörfum þeirra.

Í Roðasölum eru 10 hjúkrunarrými en þar af eru átta þeirra einungis 14 m2 að stærð og deila þeir íbúar bað- og salernisaðstöðu en vegna smæðar herbergjanna getur reynst erfitt að beita nauðsynlegum hjálpartækjum. Nýtt hjúkrunarheimili í Boðaþingi býður upp á betri aðstöðu fyrir íbúa og starfsfólk, til að mynda stærri herbergi sem öll eru með sér salerni og meira rými.

Rætt hefur verið við aðstandendur íbúa í Roðasölum en áhersla er lögð á að vel verði staðið að flutningi íbúa og sömuleiðis hefur starfsfólk verið upplýst. Ekki verður breyting á rekstri á dagdvöl sem rekin er í hluta Roðasala.

Kópavogsbær hefur unnið að undirbúningi málsins í samvinnu við heilbrigðisráðuneytið og Hrafnistu og þakkar þeim fyrir gott samstarf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?

Verður Áslaug Arna næsti formaður Sjálfstæðisflokksins?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi

Tálbeituhópurinn: Maður á Akranesi þungt haldinn eftir misþyrmingar með járnkylfum og hnífi