fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Fréttir

Íris biður stjórnvöld um hjálp – „Sagt að við myndum enda á kassa í Bónus eða sem hórur á Istedgade í Kaupmannahöfn“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 22. október 2024 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrum forstöðuhjón meðferðarheimilanna Varpholt og Laugaland birtu í síðustu viku grein þar sem þau boðuðu málaferli vegna alvarlegra ásakana þau hafa verið borin undanfarin ár. Meðal annars hafa þau verið sökuð um ógnarstjórn, mikið harðræði,  og loks bæði líkamlegt- og andlegt ofbeldi. Fyrrum hjónin, Ingjaldur Arnþórsson og Áslaug Herdís Brynjarsdóttir, ráku í löngu og ítarlegu máli hvernig ekki stæði steinn yfir steini í málflutningi fyrrum skjólstæðinga þeirra. Þau gagnrýndu fjölmiðla fyrir að hafa tekið þátt í skipulegri aðför að mannorði þeirra, gagnrýndu opinberar stofnanir fyrir framgöngu þeirra í málinu og létu loks að því liggja að þær stúlkur sem fram hafa stigið í málinu væru aðeins á höttunum eftir sanngirnisbótum.

Nú hefur fyrrum skjólstæðingur Laugalands stigið fram og svarað forstöðuhjónunum. Íris Arna Hermannsdóttir biðlar til stjórnvalda um hjálp í aðsendum pistli hjá Heimildinni.

Tekur á að rifja þetta upp

„Ég vil biðla til stjórnvalda um hjálp! Þetta er komið út í eintóma vitleysu varðandi meðferðarheimilið á Varpholti/Laugalandi. Ég stíg fram undir nafni þar sem við sem höfum slæma reynslu af Varpholti/Laugalandi erum mun fleiri en þær sem hafa komið fram í fjölmiðlum. Ég stíg ekki fram því ég vilji leika einhverja hetju heldur er ég búin að fá meira en nóg. Sumar treysta sér ekki til þess því þær óttast niðurlægingu og fordóma frá samfélaginu. Ég skil þær fullkomlega! Ég vil þakka hinum kærlega fyrir baráttuna fram að þessu. Það sem fyllti mælinn hjá mér var grein sem kom út í byrjun vikunnar þar sem þau sem ráku Varpholt/Laugaland neita sök og segja að fjölmiðlar hafi tekið því sem þau kalla lygi þeirra sem voru á vistheimilinu fagnandi.“

Íris vonast til að þessu máli fari að ljúka enda hafi málinu verið kastað fram og til baka í kerfinu og loforð við skjólstæðinga meðferðarheimilanna ekki verið efnd. Íris vonast til að hennar saga geti komið hreyfingu á málið svo því megi loks ljúka:  „Það hefur tekið virkilega á mitt líf að þurfa að rifja þetta upp.“

Sjálf var Íris vistuð á meðferðarheimilinu því hún var erfitt barn. Hún bjó á landsbyggðinni og hafði ekki aðgang að sálfræðiþjónustu sem hún hefði þó virkilega þurft á að halda. Íris rekur að hún kannist við margt af því sem á Ingjald og Áslaug Herdísi hefur verið borið. Í stað þess að gangast við því að rekstur heimila sem þessa sé erfitt og að mistök hafi átt sér stað ætli fyrrum forstöðuhjónin nú að saka fyrrum skjólstæðinga sína um lygar.

Sjá einnig: Forstöðuhjón Laugalands stíga fram, neita sök og segja fjölmiðla hafa tekið lyginni fagnandi 

Allar settar undir sama hatt

Sjálf kannast Íris við að stúlkur hafi verið látnar taka til áður en fulltrúi Barnaverndarstofu kom í eftirlitsheimsókn á heimilið. Stúlkurnar hafi þurft að svara spurningalistum en hafi ekki getað gert það óhræddar þar sem starfsmenn heimilisins gátu rakið svörin til þeirra. Vingott var milli fulltrúans og Ingjalds enda fóru þeir út að borða saman að heimsókninni lokinni. Íris kannast eins við niðrandi tal í garð skjólstæðinga heimilanna. Karlkyns kvensjúkdómalæknir hafi sinnt stúlkunum og verið látinn rannsaka þær eftir heimferðir enda hafi forstöðuhjónin vænt þær um að vera lauslátar og smitaðar af kynsjúkdómum. Ef stúlkurnar neituðu læknisskoðun áttu þær á hættu að vera teknar fyrir á næsta hópfundi. Íris varð líka vitni að óþarfa valdbeitingu forstöðumannsins og andlegt ofbeldi.

„Við vorum settar undir sama hatt, sagðar lauslátar til að fjármagna eigin neyslu, að við myndum enda á kassa í Bónus eða sem hórur á Istedgade í Kaupmannahöfn. Það er sú setning sem ég man hvað mest eftir. Ef það var það sem hann sá fyrir okkur hefði hann bara átt að vera ánægður með það ef við færum að vinna á kassa í Bónus.“

Íris rekur að eftir margra ára baráttu Laugalandsstúlknanna sé enn ekki kominn niðurstaða í málið. Sárin eftir reynslu þeirra standi enn opin.

„Ég vil því biðla til stjórnvalda að hlusta á okkur. Einhver sem geti verið rödd okkar og lokið þessu máli allavega á blaði, svo við getum haldið áfram með okkar líf án þess að þurfa að bíða eftir næstu frétt um fleiri brotin loforð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd