fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Fréttir

Fangi fékk sting í hjartað þegar hann horfði á Kveik – „Bara enn ein kjötgeymslan“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. október 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk sting í hjartað þegar ég horfði á Kveik, þátt um Stuðla. Að horfa á þessa ungu einstaklinga sem eru að berjast fyrir lífi sínu í ónýtu kerfi er óboðlegt. Það er engu líkara en að kerfinu sé skítt sama um skítugu börnin hennar Evu“

Svona hefst aðsend grein Ólafs Ágústs Hraundal, fanga, sem veltir fyrir sér hvort Stuðlar séu í raun undanfari fangelsis hjá þeim börnum sem þar dvelja. Af umfjöllun Kveiks megi ráða að þar sé engin markviss stefna, og þar með ekkert sem stuðli að betrun barna. Úrræðið sé í reynd enn ein kjötgeymslan, líkt og fangelsi landsins.

„Þessi staða getur ekki varið áfram. Við megum ekki missa fleiri börn inn í vítahring hyldýpis. Það er skylda okkar sem samfélag að tryggja að þau fái þá aðstoð sem þau þurfa til að vaxa og dafna. Að ungmenni séu geymd í lélegum kjötgeymslum er ömurlegt að sjá og heyra. Að það sé engin markviss stefna sem virðist eiga sér stað varðandi meðferð barna innan kerfisins hjá Barna- og fjölskyldustofu, bara kaldar kjötgeymslur.

Það er komin tími á að Barnamálaráðherra og hans fólk girði sig í brók og fari að hugsa betur um sína skjólstæðinga. Mín upplifun af þessum þætti hjá Kveik er að það sé verið að undirbúa þessi ungmenni fyrir fangelsi, það sé endastöðin fyrir þau. En innan fangelsis kerfisins er líka eitt stórt vandamál, það er engin markviss stefna þegar það kemur að meðferðaráætlun, betrun eða endurhæfingu bara enn ein kjötgeymslan.

Ef við horfum á stöðuna sem upp er komin á Litla-Hrauni þá er hún afrakstur, af lokun allra þessa meðferðarheimila sem skrifast á lélegt kerfi sem Barna- og fjölskyldustofa rekur, sem er algjör skömm af. Það er fullt hægt að gera það þarf bara smá metnað, fyrirhyggju og búa til verkefni sem gefa tilgang í lífi þessara ungu einstaklinga.“

Kemur ekki á óvart

Ólafur rekur að árið 2016 bárust barnavernd 461 tilkynning um börn sem beittu ofbeldi. Árið 2023 voru þessar tilkynningar 1.072. Þetta sé rúmlega tvöföldun á skömmum tíma. Þeim stofnunum hafi fækkað sem börn geti leitað í meðferð til og þar með álag aukist á þær fáu sem eftir standa. Það geti varla komið nokkrum manni á óvart að þessi staða sé komin upp, en samt sé ekki búið að bregðast við.

„Þessi ungu börn sem eru stundum eru kölluð olnbogabörn samfélagsins eyða stórum hluta unglingsára sinna í meðferðarkerfinu. Stuðlar reyna sitt best til að hjálpa þeim, en aðstaðan eru óboðleg. Stuðlar var ekki hannað sem langtímaúrræði, það var hannað sem neyðarvistun. Það að fjöldi þeirra meðferðarheimila sem áður voru og buðu upp á langtímameðferð hafa horfið, og það hefur bitnað mest á þeim sem þurfa á stuðningi að halda.“

Svo hafi forstöðumaður Stuðla, Úlfar Einarsson, vogað sér að vekja athygli á stöðunni og fyrir það hafi hann verið sendur í leyfi. Það sé vanmáttur og ofbeldi að refsa forstöðumanninum fyrir að benda á alvarlega stöðu. Heldur ættu stjórnvöld að líta í eigin barm og grípa til aðgerða.

„Eins og staðan er í dag, þá er eins og kerfið sé í raun að bíða eftir að þessir einstaklingar nái aldri svo hægt sé að setja þá í fangelsi. Það virðist ekki vera neinn metnaður né raunveruleg hugsun að hjálpa þessum hópi. Þetta lýsir kefinu í hnotskurn algjör skortur á vilja á að koma með raunveruleg úrræði, áður en þessir einstaklingar lenda í fangelsi. Það er eins og samfélagið sé að búa sig undir að læsa þau inni frekar en að bjarga þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd