fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Elva lætur Ragnar Þór finna fyrir því: „Hræsnin á sér engin takmörk“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. október 2024 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elva Hrönn Hjartardóttir, sem bauð sig fram til formanns VR gegn Ragnari Þór Ingólfssyni í fyrra, gagnrýnir hann harðlega fyrir að ætla í framboð fyrir Flokk fólksins í þingkosningunum sem eru fram undan.

„Formaður VR mun skipa oddvitasæti fyrir Flokk fólksins í komandi kosningum. Það kemur ekkert á óvart og sást hvílíkan stuðning hann hafði til dæmis frá þeim flokki þegar ég bauð mig fram gegn honum í formannskosningum VR 2023 og þingkona flokksins nýtti hvert tækifæri til að ata mig auri,“ segir Elva Hrönn í færslu á Facebook-síðu sinni.

Það sem Elvu finnst hins vegar áhugavert – og „siðlaust“ að hennar mati – er að hann segi að framboðið komi ekki til með að hafa áhrif á stöðu hans sem formaður VR.

„Ætlar maðurinn virkilega að halda áfram að starfa sem formaður VR (ekki stíga til hliðar á meðan) og vera þar á launum á meðan hann er í framboði?? Þetta er sérstaklega áhugavert þar sem að honum fannst ég of pólitísk til að sinna störfum fyrir VR á sínum tíma og sérstaklega áhugavert í ljósi þess að það eina sem hann og kosningamaskínan hans fundu gegn mér var að ég væri of tengd stjórnmálunum, af því að ég var skráð í stjórnmálaflokk – en fannst ekki annað við hæfi en að segja mig úr stjórn flokksins þegar ég fór í formannsframboð,“ segir Elva sem var í stjórn VG og varaformaður þeirra í Reykjavík. Hún sagði sig úr  flokknum í mars 2023 vegna umdeilds útlendingafrumvarps sem hafði verið samþykkt á Alþingi.

„Og nú fer maðurinn í framboð á launum sem formaður VR. Hræsnin á sér engin takmörk,“ sagði Elva sem bætti svo við að lokum: „Svo má ekki gleyma því að maðurinn er einnig formaður LÍV og 1. varaforseti ASÍ. Þetta heitir að teygja anga sína.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi

Fundur um öryggis- og varnarmál Evrópu – Beint streymi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það

Borgfirðingar vilja losna við gamla heiti staðarins – Þessum sjö þorpum tókst það
Fréttir
Í gær

Sérfræðingur varar við blautum draumi Pútíns – „NATÓ þarf að vera undir þetta búið“

Sérfræðingur varar við blautum draumi Pútíns – „NATÓ þarf að vera undir þetta búið“
Fréttir
Í gær

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“

Afmælisgöngutúrinn breyttist í martröð þegar eiginmaðurinn reyndi þrisvar að myrða hana – „Ég er orðin svo fokking leiður á þér“