fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Fréttir

Bubbi ekki sáttur: „Að Inga Sæland hendi honum út er óskiljanlegt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. október 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens er ekki sáttur við þá ákvörðun forsvarsmanna Flokks fólksins að skipta Jakobi Frímanni Magnússyni þingmanni út fyrir komandi þingkosningar.

Greint var frá því í kvöldfréttum RÚV í gær að Jakob, sem var oddviti flokksins í Norðausturkjördæmi, yrði ekki áfram oddviti. Frekari breytingar eru fyrirhugaðar í Flokki fólksins því Tómas Tómasson, oft kenndur við Búlluna, verður ekki heldur oddviti í Reykjavík og mun Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, taka sæti hans.

Bubbi er ekki sáttur við það að missa Jakob Frímann eins og hann lýsir á Facebook-síðu sinni.

„Jakob Frímann Magnússon Hefur verið einn ötulasti talsmaður íslenskrar tónlistar sem og íslenskra tónlistarmanna hér á landi. Bakvið tjöldin hefur enginn þingmaður í gegnum árin unnið jafn kröftuglega í þágu okkar flytjanda og hann. Hann hefur unnið gott starf fyrir Flokk fólksins undanfarin ár. Að Inga Sæland hendi honum út er óskiljanlegt og tel ég það mikil mistök.“

Fleiri eru á því að Inga Sæland sé að gera mistök. Sveinn Andri Sveinsson lögmaður er í þeim hópi.

„Alltaf sérstakt að verða vitni að kjánalegum mistökum í pólitík. Það er ljóst að með þessu er öruggt að Flokkur fólksins nær ekki manni á þing fyrir Norðaustur. Jakob Frímann er í senn öflugur og óhefðbundinn stjórnmálamaður.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Egill Þór er látinn
Fréttir
Í gær

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands

Ófögnuðurinn blasir við ferðamönnum við komuna til Íslands
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“

Netverjar bjartsýnir eftir kynningu nýrrar ríkisstjórnar – „Faðmlag segir meira en 1000 orð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið

Vatnsstríð á Reykhólum – Norðursalt var óstarfhæft eftir að Þörungaverksmiðjan skrúfaði fyrir rörið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir

Mælir með að heimsækja þessa tvo staði í Evrópu áður en þeir verða of vinsælir