fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Bjóða næturverurnar velkomnar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 22. október 2024 15:11

Mynd: Skjáskot YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myrkasti tími ársins er að ganga í garð en Pósturinn tekur honum fagnandi ef marka má nýjustu auglýsingarnar frá þeim. „Nóttin er besti tími dagsins,“ segir Kristín Inga Jónsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum og bætir við: „Fyrir suma alla vega. Ég er sjálf gallhörð rútínumanneskja en hefur stundum vantað fleiri tíma í sólarhringinn og fundið mig knúna til að vera á vappi á ókristilegum tímum,segir hún.

,,Þá er sólarhringsopnun kærkomin og maður sér næturlífið í nýju ljósi. Það er annar andi sem svífur yfir vötnum á nóttunni og okkur langaði að ná til þeirra sem vinna utan hefðbundins vinnutíma. Við erum með opið allan sólarhringinn því við viljum þjóna öllum, líka náttuglum og morgunhönum.

Kristín Inga Jónsdóttir, forstöðumaður markaðsdeildar hjá Póstinum

Kristín segir hugmyndina að auglýsingunni hafa kviknað í haust. „Með lauslegri athugun áttuðum við okkur á því að á bilinu 20-30% fólks er vakandi á nóttunni af ýmsum ástæðum. Stór hluti vinnur vaktavinnu, einhverjir glíma við svefnleysi en svo eru aðrir sem elska kyrrðina og töfra næturinnar. Við erum sjálf með starfsfólk í vaktavinnu og bílstjóra sem eru oft á ferðinni milli landshluta á nóttunni þannig að Pósturinn tengir.

Komið hefur í ljós að fjöldi sendinga sem sóttar eru í póstbox á nóttunni er að aukast. „Ég tek það samt fram að við berum aldrei út bréf eða pakka að nóttu til, en bjóðum næturverurnar hins vegar hjartanlega velkomnar í póstbox.“

Viltu með mér vaka

Sigtryggur Baldursson syngur „Viltu með mér vaka“ í auglýsingunni í dillandi takti. „Útkoman er frábær. Það er kúnst að flytja lag sem öll þjóðin þekkir en gera það að sínu. Hann syngur lagið með glettni í röddinni og ég sé hann fyrir mér með stríðnisglampa í augunum. Tónlistin bætir svo miklu við,“ segir Kristín en auglýsingin var frumsýnd um helgina og hefur fengið góð viðbrögð.

Hver skyldi vera tilgangurinn með auglýsingunni? „Við vildum vekja athygli á því hvað póstboxin eru mikil snilld og að Pósturinn er fyrir öll, alls staðar, alltaf, hringinn í kringum landið, allan sólarhringinn. Ég þekki það sjálf að æða af stað fyrir allar aldir, nýta tímann á meðan hinir sofa. Uppáhaldið mitt er að taka útiskokk eldsnemma að morgni og þá hleyp ég oftar en ekki fram hjá póstboxinu í mínu hverfi, þessu fagurbleika og rauða sem geymir svo mörg leyndarmál og fullt af litlum sigrum. Það hefur alveg gerst að ég kem heim með pakka undir hendinni og það eru bestu sprettirnir. Það er bara eitthvað við það að sækja pakka í skjóli nætur,” segir Kristín.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi