Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.
„Að kennararnir séu að biðja um að fá að vera minna með börnum, en eru samt veikari en nokkru sinni fyrr, kenna minna og einhvern veginn fleiri undirbúningstímar“.
Þetta voru ummælin sem Einar var harðlega gagnrýndur fyrir en þau féllu í tengslum við umræðu um fyrirhuguð verkföll kennara sem boðuð hafa verið frá 29. október næstkomandi.
Í Morgunblaðinu í dag segir Björn Brynjúlfur:
„Við tókum saman helstu tölfræði sem snýr að hagkvæmni grunnskólakerfisins á Íslandi og tölurnar sýna að áhyggjur borgarstjóra voru ekki úr lausu lofti gripnar. Undanfarin ár og áratugi hefur kennurum og starfsfólki skólanna fjölgað hraðar en nemendum, kennsluskylda íslenskra kennara er með því lægsta sem þekkist innan OECD og veikindahlutfallið er ríflega tvöfalt á við það sem við sjáum á almennum vinnumarkaði.“
Bent er á það að aðeins í Grikklandi og Lúxemborg er fjöldi nemenda á kennara minni og aðeins í Lettlandi, Eistlandi og Póllandi er kennsluskylda íslenskra kennara minni. Þannig myndu þurfa að auka kennsluskylduna um nærri þriðjung til að ná meðaltali OECD.
Björn segir í Morgunblaðinu að íslenska menntakerfið virðist ekki standast alþjóðlegan samanburð og vanda grunnskólakerfisins verði eitt stærsta kosningamálið í komandi kosningum.
Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.