fbpx
Föstudagur 25.apríl 2025
Fréttir

Ragnar Þór inn en Tómas út hjá Flokki fólksins

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 21. október 2024 17:18

Ragnar Þór Ingólfsson og Tómas Tómasson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun verða oddviti Flokks fólksins í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Tómas Tómasson er á leiðinni af þingi.

Þetta kemur fram hjá Vísi síðdegis í dag.

Ragnar segir að framboðið hafi ekki áhrif á störf hans hjá VR. Hann hafi ekki íhugað að fara í leyfi.

Tómas, sem er 75 ára gamall, hafði fyrir skemmstu sagst vilja vera áfram oddviti fyrir flokkinn og ætti sér draum að verða ráðherra. Það mun ekki raungerast.

„Guðmundur Ingi Kristinsson þingflokksformaður Flokks fólksins hringdi í mig í gær kl 17.47 til að tilkynna mér að ég yrði ekki á lista Flokks fólksins í næstu Alþingiskosningum,  en ég var í oddvitasæti 2021 og var kjördæmakjörinn. Þetta kom mér svoldið á óvart,“ segir Tómas í yfirlýsingu. „Ég skil leikreglurnar. Það er margt gott fólk í boði og getur verið gott að endurnýja.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Akranes tekur milljarð í skammtímalán

Akranes tekur milljarð í skammtímalán
Fréttir
Í gær

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“

Helgi lögreglustjóri hellir úr skálum reiði sinnar – „Embættið er ekki vant að tjá sig um niðurstöðu mála“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin