fbpx
Mánudagur 21.október 2024
Fréttir

Pútín hafði horn í síðu auðmannsins – „Datt“ út um glugga

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. október 2024 03:34

Mikhail Rogachey

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hefur verið ákveðin tilhneiging til að ólánið elti þá sem Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, er í nöp við. Nú síðast var það auðmaðurinn Mikhail Rogachey sem ólánið náði.

Samkvæmt fréttum rússneskra ríkisfjölmiðla þá tók hann eigið líf með því að hoppa út um glugga á tíundu hæð.

Óháði miðillinn Moscow Times segir að kringumstæðurnar við andlát Rogachey séu dularfullar.

Hann var 64 ára og var fyrrum aðstoðarforstjóri námufélagsins Norilsk Nickel og varaforseti rússneska olíufélagsins Yukos.

Rogachey var ekki sáttur við innrásina í Úkraínu og hafði gagnrýnt hana opinberlega.

Moscow Times segir að andlát hans sé tólfta andlátið, þar sem rússneskir olígarkar hafa látið lífið við dularfullar kringumstæður, síðan innrásin í Úkraínu hófst. Má þar nefna að Ravil Maganov, stjórnarmaður í olíufélaginu Lukoil, lést haustið 2022. Hann datt einnig út um glugga.

Ríkisfjölmiðillinn Tass segir að Rogachev hafi tekið eigið líf og að hann hafi þjáðst mikið vegna verkja af völdum langvarandi og alvarlegs krabbameins. Hann er sagður hafa skilið bréf eftir sig áður en hann stökk út um gluggann.

Moscow Times, sem er á óvinalista Pútíns, hefur eftir heimildarmönnum að Rogachey hafi ekki verið með krabbamein og ekki í sjálfsvígshugleiðingum.  Hann hafi átt ósköp venjulegan dag með fjölskyldu sinni um morguninn og hafi síðan ætlað að fara að vinna í bílskúrnum sínum. Síðan er hann sagður hafa horfið og því næst fundist látinn á gangstéttinni neðan við fjölbýlishús í miðborg Moskvu.

 

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Einhver er ekki að vinna vinnuna sína“

„Einhver er ekki að vinna vinnuna sína“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrottalegt ofbeldismál á Vopnafirði – Lögreglan skiptir um skoðun eftir fréttaflutning, fellst á nálgunarbann og krefst gæsluvarðhalds

Hrottalegt ofbeldismál á Vopnafirði – Lögreglan skiptir um skoðun eftir fréttaflutning, fellst á nálgunarbann og krefst gæsluvarðhalds
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrsta könnun eftir stjórnarslit – Samfylking enn þá stærst og VG mælist inni

Fyrsta könnun eftir stjórnarslit – Samfylking enn þá stærst og VG mælist inni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Forstjóri Iceland berst við Ísland um einkaleyfi nafnsins – „Fyrir mig persónulega og fjölskyldufyrirtækið okkar skiptir þetta miklu máli“

Forstjóri Iceland berst við Ísland um einkaleyfi nafnsins – „Fyrir mig persónulega og fjölskyldufyrirtækið okkar skiptir þetta miklu máli“