fbpx
Föstudagur 25.október 2024
Fréttir

Mæður lýsa áreitni af hálfu matarsendla – „Er kona bara hvergi óhult“ : Wolt svarar fyrir

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 21. október 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umræða skapaðist í dag í Facebook-hópnum Mæðratips um sendla hjá Wolt eftir að ein móðir birti mynd af óviðeigandi skilaboðum sem dóttir hennar fékk frá sendli sem færði henni pöntun heim. 

„Sælar konur. Dóttir mín pantaði mat með Wolt í gær og fékk svona skilaboð á eftir!! Eru fleiri að lenda í þessu ? Veit allavega að þetta var í síðasta skipti sem við pöntum með Wolt. Er kona bara hvergi óhult.“

Um 300 hafa líkað við færsluna og eru fjölmargar athugasemdi skrifaðar við hana. Konunni er bent á að tilkynna atvikið bæði til Wolt og lögreglunnar. Ein kona segir: „þetta er ekki eitthvað sem er tilkynnt til lögreglu.“ Konan sem á upphafsinnleggið svarar því til að hún hafi hringt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og þar hafi henni verið bent á að koma á lögreglustöð og tilkynna atvikið.

Fleiri deila sömu reynslu um áreiti af hálfu sendla

Fleiri konur lýsa reynslu sinni af áreiti frá sendlum

„Lentum í svipuðu varðandi barnapíu og pizzasendil – hann sneri aftur að heimilinu 30 mínútum eftir að hafa afhent pizzuna og var mjög óþægilegur og hræddi hana og krakkana mjög. Hann var látinn fara fyrir hegðunina,“ segir ein kona, sem bætir síðan við: „Þetta eru þó nokkuð mörg ár síðan en þetta var mjög óþægilegt og í fyrsta og eina sinn sem ég lét senda pizzu heim og ég ekki við til að taka á móti henni.“

„Já ég fór út í innkeyrslu að sækja afþví þeir funndu ekki hurðina og fékk svona athugasemd, tveir menn saman og ég ein að kvöldi til. Ekkert eðlilega óþægilegt enda aldrei pantað þaðan aftur,“ segir önnur kona.

Þriðja konan segist hafa fengið næstum sömu skilaboð seinast þegar hún pantaði og það hafi verið alveg vel óþægilegt.

„Sonur minn reyndar lenti í konu sem var mjög óþægileg. Þetta er engan veginn ok og klárlega að tilkynna viðkomandi strax!“ segir önnur kona.

Ein kona segist hafa orðið fyrir slíku áreiti og það tvisvar sinnum, tekið hafi verið á kvörtunum hennar: „Ég hef lent í þessu 2x og þori ekki lengur að panta þaðan því miður, en hef þá tilkynnt í gegnum appið og því verið tekið alvarlega.“

Konan ætlar að tilkynna atvikið

Konan sem á upphafsinnleggið tjáir sig aftur í athugasemd og þakkar fyrir athugasemdir og segist búin að hringja í lögregluna og muni tilkynna málið, auk þess sem starfsmaður Wolt hafi haft samband við hana: „Mig grunaði nú að þetta væri ekki einsdæmi en þetta er svakaleg lesning. Takk allar – er búin að hringja í Lögregluna og ætla að fara til þeirra og tilkynna þetta.“

Wolt segir hart tekið á slíkum málum

DV sendi skriflega fyrirspurn á Wolt fyrr í dag:
-eru sendlar Wolt verktakar eða starfsmenn
-hvernig og hvert geta einstaklingar sem lenda í svona áreiti tilkynnt það til ykkar

-hvernig er tekið á móti svona kvörtunum hjá Wolt

Eftir áframsendingu innanhúss á réttan aðila barst skriflegt svar innan skamms tíma. 

„Spurningar varðandi Wolt sendla á Íslandi“

Fyrirspurninni svarar forstöðumaður samskipta og PR hjá Wolt í Noregi og á Íslandi

„Kæra Ragna.

Mér bárust spurningar þínar varðandi tilvik um áreitni af hálfu sendla sem starfa fyrir Wolt.

Okkur hefur verið tilkynnt um tilvik um áreitni á Wolt-viðskiptavinum af hálfu sendla sem fara með sendingar fyrir okkur.  Í fyrsta lagi langar mig að segja að okkur þykir mjög leitt að heyra um þetta – og að við tökum þessi mál mjög alvarlega.

Við biðjum viðskiptavini sem hafa neikvæða reynslu af samskiptum við sendla að tilkynna slík atvik til okkar í gegnum Support svo við getum aflað upplýsinga um viðkomandi mál og sendil. Öll tilvik um áreitni eru merkt og áframsend strax, þar sem við rannsökum hvert mál og grípum til aðgerða.

Wolt sýnir ekkert umburðarlyndi gagnvart áreitni og ofbeldisfullri hegðun og leggur fulla áherslu á að vinna með viðskiptavinum sínum í slíkum tilfellum. Wolt getur og mun segja upp samningi flutningsaðila [sendla] sem sýna af sér hegðun sem fer í bága við viðmiðunarreglur okkar. Í að minnsta kosti einu tilviki er regluvarðarteymi okkar e. Compliance team) þegar að vinna í málinu og viðkomandi sendill hefur verið afskráður (e. Put off-line), (sem þýðir að hann fær ekki lengur verkefniá meðan rannsókn okkar stendur yfir.

Sem fyrirtæki tökum við allar slíkar tilkynningar alvarlega og þar sem ég á dóttur sjálfur þá snertir málið mig líka persónulega. Svona viljum við ekki að upplifun fólks sé. Við hvetjum alla viðskiptavini okkar til að tilkynna atvik sem þessi til lögreglu. Wolt mun vinna að fullu með viðkomandi lögregluembætti ef og þegar þörf krefur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jón Daði í Wrexham
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum

Guðmundur Ingi ómyrkur í máli: Dauðsfallið um síðustu helgi aðeins toppurinn á ísjakanum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst

Faðir piltsins sem lést á Stuðlum stígur fram: Spyr sig stöðugt hvernig þetta gat gerst
Fréttir
Í gær

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“

Vill að Ásmundur Einar axli ábyrgð og segi af sér – „Hræsnin og bullið“
Fréttir
Í gær

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu

Örvar lýsir skelfilegri vist í tælensku fangelsi – Kakkalakkar í klefunum, stæk hlandlykt og sofið á ísköldu gólfi án dýnu
Fréttir
Í gær

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni

Dularfullt andlát konu á sjötugsaldri var í Austurborginni
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd

Jón Gnarr skýtur hugmynd Áslaugar Örnu í kaf og leggur til aðra hugmynd