fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Fréttir

Diddy sakaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku í slagtogi við frægan karl og konu

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 21. október 2024 22:30

Diddy er sakaður um viðurstyggilega glæpi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sean Combs, betur þekktur sem Diddy, er sakaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku í slagtogi við tvo frægra einstaklinga. Fórnarlambið, sem er 37 ára í dag, kærði Diddy á sunnudag.

Deadline greindi frá málinu.

Konan lagði fram kæru gegn Diddy í dómshúsi í New York. Að hennar sögn átti nauðgunin sér stað þann 7. september árið 2000, í eftirpartíi MTV tónlistarverðlaunanna.

Stúlkan hafði farið inn í tómt svefnherbergi til að leggja sig þar sem hún hefði orðið ringluð eftir drykk sem hún drakk í partíinu. Þá hafi Diddy komið inn í herbergið ásamt frægum karli og frægri konu.

Diddy hafi nálgast stúlkuna með brjálað augnaráð, gripið um hana og sagt að hún væri reiðubúin til að vera í teiti, „You are ready to party!“

Diddy hafi svo fleygt stúlkunni til fræga karlsins, sem hafi byrjað að reita af henni spjarirnar. Sá maður hafi haldið henni niðri á meðan hann nauðgaði henni en Diddy og fræga konan staðið hjá og horft á. Eftir það hafi Diddy sjálfur nauðgað stúlkunni á meðan hin frægu horfðu á.

Þá sagði fórnarlambið að Diddy hafi reynt að neyða hana til þess að veita sér munnmök en hún slegið hann í hálsinn þannig að hann hætti. Þá hafi hún komist út úr herberginu og faðir hennar sótt hana í partíið.

Konan sagði að þetta hefði haft mikil áhrif á líf hennar. Hún hafi meðal annars barist við þunglyndi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”

Sara furðar sig á því að leikskólar haldi upp á bóndadaginn – „Komið út í svo mikið bull”
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn

Ekkert lát á hreinsunum hjá Sýn – Nú er Steinn Kári farinn
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015

Trump náðar Ross Ulbricht – Fékk lífstíðardóm árið 2015
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram

Búseti kærir borgina: Bygg­ing­ar­leyfi gefið út löngu áður en sérupp­drætt­ir voru lagðir fram
Fréttir
Í gær

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“

Gróf pólitísk ritskoðun vekur reiði og vangaveltur um endalok tjáningarfrelsisins – „Eitthvað hræðilegt átti sér stað á meðan við vorum í burtu“
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“

Guðmundur segir að ósanngjörn umfjöllun RÚV um Trump geti skaðað samskipti við Bandaríkjamenn – „Þessu verður að linna“