Brynjar gerði þetta að umtalsefni á Facebook-síðu sinni í gær.
„Margt merkilegt og áhugavert kom fram í Sprengisandi nú áðan. Fyrst sú sorgarfrétt að Sigríður Andersen ætlaði í framboð fyrir Miðflokkinn. Aldrei datt mér í hug að Sigga mín fær fram fyrir miðjuflokk. En það var huggun harmi gegn að hún ætlar að tala fyrir stefnu Sjálfstæðisflokksins sem aldrei fyrr. Sjálfur er ég ekki að fara í Miðflokkinn og þótt ég hafi þó nokkuð sjálfstæði í hjónabandinu nær það ekki svo langt,“ sagði Brynjar.
Í yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni í gær sagði Sigríður að hugmyndin um að hún gengi til liðs við Miðflokkinn væri í sjálfu sér ekki nýtilkomin. Sagði hún meðal annars að hún hafi fylgst vel með stjórnmálunum að undanförnu.
„Ég hef lýst skoðunum mínum á einstökum málum og stefnu ríkisstjórnarinnar og hef fundið allt kjörtímabilið að áhugi er á þeim sjónarmiðum sem ég hef haldið á lofti,” sagði hún og bætti við að þingmenn Miðflokksins hefðu allt þetta kjörtímabilið talað í samræmi við hennar sjónarmið í mörgum málum.“