fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Verulega ósátt við lýsingar Hannesar Hólmsteins á henni – „Hreint með ólíkindum að þú hafir verið prófessor við Háskóla Íslands“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. október 2024 15:34

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor emeritus lýsir því yfir á Facebook-síðu sinni að það sé óásættanlegt að RÚV ræði stöðu mála í miðausturlöndum við Magnús Þorkel Bernharðsson, sérfræðing í sögu svæðisins, og Magneu Marinósdóttur stjórnmálafræðing. Segir hann þau sérstaka hatursmenn Ísraels og séu því ómarktæk. Þessu orðum hans svarar Magnea fullum hálsi og segir Hannes ekki vera sérstaklega mikinn fræðimann.

Hannes skrifar:

„Það er ótrúlegt til þess að vita, að RÚV skuli kynna þau Magnús Þór Bernharðsson og Magneu Marinósdóttur sem sérfræðinga í málefnum Miðausturlanda. Þau eru bæði hatursmenn Ísraels, sem er eina lýðræðisríkið í Miðausturlöndum. Fengju liðsmenn Hamas og Hesbollah að ráða, þá myndi þetta svæði breytast í nýtt Talíbanaríki, þar sem konur væru sviptar öllum réttindum, kristnir menn mættu ekki iðka trú sína og því síður boða hana, hendur væru höggnar af sakamönnum og samkynhneigðum væri fleygt út af efstu hæðum háhýsa. Núna er háð barátta siðmenningar og villimennsku í Miðausturlöndum. Það væri jafnfráleitt að gera vopnahlé við þessa villimenn og að stöðva sóknina inn í Þýskaland vorið 1945 og leyfa nasistum að ráða áfram norðurskika landsins.“

Hatar ekki Ísrael

Magnea svarar þessu fullum hálsi í athugasemd við færsluna:

„Það er hreint með ólíkindum að þú hafir verið prófessor við Háskóla Íslands enda hefur hugmyndafræði verið þín ær og kýr frekar en einhver „hlutlæg“ fræðimennska. Ég veit allt um það enda nemandi í tveimur námskeiðum hjá þér…. Ummæli þín um okkur Magnús dæma sig sjálf….“

Hannes hefur þegar þessi orð eru rituð ekki svarað athugasemd Magneu en ýmsir aðilar hafa hins vegar svarað athugasemdina. Í einnu svari Magneu við einni þessara athugasemda skrifar hún nánar um þær fullyrðingar að hún hati Ísrael:

„Ég frábið mér það sem Hannes Hólmsteinn segir þess efnis að ég sé hatursfulls í garð Ísrael. Það vill þannig til að ég þekki marga gyðinga í Ísrael og þau hafa mismunandi skoðanir á hernáminu, stríðinu á Gaza og fleira. Þau gagnrýna eigin stjórnvöld á meðan önnur klappa… þannig er veruleikinn og auðvitað á Ísraelsríki sér tilvistarrétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins

Diljá Mist Einarsdóttir býður sig fram í varaformann Sjálfstæðisflokksins
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara

Hefur áhyggjur af launahækkunum kennara
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagsektir verði lagðar á Hringdu

Dagsektir verði lagðar á Hringdu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Í gær

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því

Ráðuneytið segir Dalvíkurbyggð ekki hafa fylgt reglum en ætlar ekki að gera neitt í því
Fréttir
Í gær

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“

Tryggvi deilir 10 lífslexíum sem hann lærði í lögreglunni – „Miðaldra konur áreita karlkyns lögreglumenn mest“
Fréttir
Í gær

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa

Hið umdeilda Arnarland afgreitt úr skipulagsnefnd Garðabæjar – Segjast skilja áhyggjur íbúa
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka

Síbrotamaður dæmdur fyrir húsbrot, brot gegn nálgunarbanni og margt fleira – Trylltist þegar hann sá fötin sín úti í plastpoka