fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Ragnar hugsi vegna læknis sem ávísaði lyfjum á látna konu – „Eru eftirlitskerfin okkar í lagi?“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. október 2024 10:00

Ragnar Freyr Ingvarsson Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikla athygli vöktu fréttir fjölmila í gær af framferði læknis sem ávísaði ávanabindandi lyfjum á konu í tíu ár eftir andlát hennar. Læknirinn var um síðir sviptur starfsleyfi eftir að í ljós kom að hann hafði  gefið út fjölmargar lyfjaávísanir fyrir ávana- og fíknilyf í miklu magni til konunnar allt frá andláti hennar árið 2014 og fram í febrúar 2023. Á þessum tíma hafði læknirinn breytt lyfjameðferð, bætt við lyfjum og aukið skammta ávana- og fíknilyfja til konunnar. Voru allar ávísanir læknisins til konunnar eftir andlát hennar leystar út á grundvelli umboðs til handa sambýlismanns hennar, sem einnig var sjúklingur hjá lækninum yfir langt skeið og fékk sömuleiðis ávísað lyfjum fyrir miklu magni af ávana- og fíknilyfjum.

Læknirinn skýrði lyfjaávísanirnar til látnu konunnar með þeim hætti að hann hefði ekki haft vitneskju um að konan væri látin fyrr en honum bárust þær upplýsingar frá lögreglu árið 2023. Konan hafi verið skjólstæðingur hans frá árinu 1997 en komið síðast til hans í mars 2014. Eftir það hafi sambýlismaður hennar komið reglulega með umboð frá konunni og upplýst lækninn um heilsufar hennar og ástand. Hann hafi sagt að konan héldi til í Úkraínu, heimalandi hennar, þar sem hún byggi hjá bróður sínum. Hún kæmi reglulega til Íslands en treysti sér ekki til læknisins þegar hún væri á landinu.

Sjá einnig: Læknir ávísaði miklu magni af fíknilyfjum til látinnar konu í tæp 10 ár – Gaf út 50 reikninga vegna viðtala sem fram fóru eftir andlátið

Gigtarlæknirinn Ragnar Freyr Ingvarsson er hugsi yfir málinu en hann tjáir sig um það á Facebook-síðu sinni. Hann spyr sig hvort eftirlitskerfin okkar séu í lagi:

„Ég hef ekki í hyggju að verja starfshætti þessa læknis.

Þetta vakti mig þó til umhugsunar um hvort engum bjöllum hafi hringt í kerfinu okkar þegar lyfjum var endurtekið ávísað og voru endurtekið afgreidd til sjúklings sem var látin – í næstum heilan áratug.

Og fékk umsókn um örorku og þá umsókn samþykkta og peninga greidda. Já, og reikningar samþykktir af hendi Sjúkratrygginga Íslands – í næstum heilan áratug.

Eru eftirlitskerfin okkar í lagi?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Í gær

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Í gær

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“