fbpx
Laugardagur 21.desember 2024
Fréttir

Loka verslun sinni í Kringlunni eftir brunann

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. október 2024 11:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslun Eirbergs í Kringlunni skemmdist í brunanum þann 15. júní síðastliðinn og hefur verið lokuð síðan þá. Lokunin virðist þó ekki hafa haft jafn slæm áhrif á fyrirtækið og reiknað var með því að á þeim tíma sem liðinn er frá lokuninni hefur velta fyrirtækisins aukist.

„Bruninn var auðvitað mikið áfall, við höfum jú átt farsælan rekstur í Kringlunni í 10 ár og áttum þar yndislegan tíma með rekstraraðilum, verslunareigendum og viðskiptavinum. Við vissum það að verslunin í Kringlunni yrði ekki starfhæf í lengri tíma en í stað þess að leggja árar í bát lögðum við upp með að horfa frekar á stöðuna sem tækifæri til þess að stokka aðeins upp hjá okkur og bæta þjónustustig í verslun okkar á Stórhöfða 25,“ segir Kristinn Johnson framkvæmdastjóri Eirbergs í tilkynningu.

Kristinn Johnson framkvæmdastjóri Eirbergs.

Viðskipti jukust hjá Eirbergi eftir lokun í Kringlunni

„Við færðum starfsfólk úr Kringlunni yfir í verslun okkar að Stórhöfða, sem við reyndar þrefölduðum að stærð fyrir nokkru síðan, og jukum enn við þjónustustigið í verslun og í vefverslun. Það kom á daginn — sem við vonuðumst reyndar til — að aðstæður höfðu ekki teljandi áhrif á viðskiptavini okkar, og raunar fór svo að veltan jókst. Við sjáum það skýrt að með góðri þjónustu fáum við ánægða viðskiptavini til framtíðar“ segir Kristinn.

Hafa ákveðið að loka í Kringlunni

Eirberg hefur því ákveðið að loka verslun sinni í Kringlunni fyrir fullt og allt og halda áfram á nýrri braut. Segja má að það sé í anda fyrirtækisins sem er rótgróið fjölskyldufyrirtæki og á rætur að rekja til ársins 1906 en Eirberg var stofnað í lok árs 2000 þegar Heilbrigðisvörudeild Ó. Johnson & Kaaber og Hjálpartækjabanki Össurar runnu saman í eitt fyrirtæki sem ætlað var að sækja fram á heilbrigðissviði og útvíkka sameinaða starfsemi með auknu vöruframboði.

Eirberg hefur þróast frá því að vera miðstöð hjálpartækja yfir í framsækið fyrirtæki sem nýtur aukinna vinsælda með vandaðar vörur til heilsueflingar og bættra lífsgæða.  Um 30 manns starfa hjá fyrirtækinu. 

Dagana 2.–7. október hyggst Eirberg launa viðskiptavinum sínum tryggðina síðustu mánuði með því að bjóða öllum sem koma í verslunina að Stórhöfða 25,  5.000 króna afslátt þegar verslað er fyrir 10.000 krónur eða meira.

„Með þessu viljum þakka okkar viðskiptavinum sem hafa staðið með okkur í þessum miklu breytingum og þá sér í lagi okkar viðskiptavinum úr Kringlunni sem hafa lagt leið sína í verslun okkar að Stórhöfða“ segir Kristinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag

Strætósvindlarar verða krafðir um fargjaldaálag
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“

Nikótínvörusali bregst við auglýsingabanni – Túnfiskdósir og „ape shop“
Fréttir
Í gær

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina

Sex ára drengur setti fingur í hurðarfals myndmenntastofu og unglingur sparkaði í hurðina
Fréttir
Í gær

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“

Brotist inn í bíl Páls Steingrímssonar en lögregla og tryggingafélag draga lappirnar – „Ég vil bara vara fólk við þessu“