fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Fréttir

Landsbankinn týndi veðskuldabréfi

Jakob Snævar Ólafsson
Miðvikudaginn 2. október 2024 13:00

Höfuðstöðvar Landsbankans. Mynd: Landsbankinn.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsbankinn hefur höfðað mál til að fá veðskuldabréf ógilt en ástæða stefnunnar er að frumrit bréfsins glataðist í meðförum bankans.

Þetta kemur fram í stefnu sem birt er í Lögbirtingablaðinu í dag.

Veðskuldabréfið var gefið út 2022 og var tryggt með 2. veðrétti í fasteign hjóna á Austurlandi og var upphafleg fjárhæð þess um 21 milljón króna.

Í dag hvílir bréfið hins vegar á 1. veðrétti fasteignarinnar. Skuldabréfið er óverðtryggt og ber breytilega íbúðalánavexti eins og þeir eru ákveðnir af bankanum. Skuldabréfið er til 40 ára með afborgunum auk vaxta á eins mánaða fresti.

Í stefnunni segir að Landsbankinn sé eigandi skuldabréfsins og kröfuhafi samkvæmt því. Frumrit bréfsins sé hins vegar glatað og hafi ekki fundist þrátt fyrir ítrekaða leit en það hafi tapast í meðförum bankans. Bankanum sé nauðsynlegt að fá dóm til ógildingar á bréfinu, svo hann geti neytt réttar síns samkvæmt hinu glataða skuldabréfi.

Það kemur hins vegar ekki fram í stefnunni hvort að þetta þýði að afborganir hjónanna af veðskuldabréfinu séu í uppnámi verði það ekki ógilt.

Landsbankinn höfðar málið fyrir Héraðsdómi Austurlands með vísan til laga um meðferð einkamála en málið verður tekið fyrir í næsta mánuði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“

Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands mótmæla Coda Terminal – „Allt of mörgum spurningum er ósvarað“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“

Örn vill að borgin setji lóðaleigu á flugvöllinn – „Þeir rændu þá besta mannvistar- og byggingarsvæði Reykvíkinga“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“

Ökukennari segir illa komið fram við eldri ökumenn: „Að mínu mati al­gjör­lega út í hött“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“

Dagur kveður borgarstjórn eftir nær aldarfjórðung – „Ég elska Reykjavík“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“

Illugi ómyrkur í máli – „Þetta var Hitlers-kveðja og ekkert annað“
Fréttir
Í gær

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello

Höggvinn með exi á A. Hansen – Svaraði fyrir sig með hnefunum 20 árum síðar á Castello
Fréttir
Í gær

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka

Maður á sextugsaldri misþyrmdi lögreglumanni í Þarabakka