fbpx
Miðvikudagur 02.október 2024
Fréttir

Brynjar sendur aftur í fangelsi eftir misheppnaðan innflutning á kókaíni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. október 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Kristensson hlaut reynslulausn í nóvember 2022 á 310 daga eftirstöðvum rúmlega tveggja ára fangelsisrefsingar. Reynslulausnin var veitt til tveggja ára og hefði Brynjar því lokið því tímabili í nóvember á þessu ári. Hann var þó handtekinn í september og er grunaður um stórfellt fíkniefnabrot. Brotið þykir það alvarlegt að jafnvel þó Brynjar hafi ekki verið sakfelldur fyrir brotið þá telst hann hafa rofið skilyrði reynslulausnarinnar. Honum hefur því verið gert að afplána eftirstöðvar refsingar sinnar með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur sem Landsréttur staðfesti á föstudaginn. 

Lögregla hefur nú til rannsóknar mál sem snýr að innflutning á rétt rúmu kílói af kókaíni, en þar er Brynjar talinn eiga hlut að máli. Málið má rekja til þess að um miðjan september fundu tollyfirvöld rúmt kíló af kókaíni í póstsendingu sem var á leið til Íslands. Þó það komi ekki með skýrum hætti fram í úrskurði Héraðsdóms þá má ætla að lögreglu hafi verið gert viðvart og að gerviefni hafi verið komið fyrir í sendingunni.

Á meðan á þessu stóð gaf einstaklingur sig fram á pósthúsi hér á landi og spurði eftir pakkanum. Pakkinn hafði þá ekki skilað sér. Næst var það kona sem kom á pósthúsið eftir að tilkynning hafði borist um að pakkinn væri kominn til landsins. Pósturinn tilkynnti konunni að því miður væri pakkinn týndur en að samband yrði haft við hana þegar hann kæmi í leitirnar. Pakkinn fannst svo og konan sneri aftur og tók við honum. Í bæði skiptin sem konan kom á pósthúsið hafði Brynjar skutlað henni þangað en svo látið sig hverfa. Eftir að konan tók við pakkanum sást hvar hún gekk rakleiðis til fundar við Brynjar, afhenti honum pakkann og gekk svo burt. Brynjar faldi pakkann í geymslu undir stigahúsi á ónefndu hóteli. Svo fylgdist hann með út um glugga hvort nokkur væri að elta konuna. Þegar hann taldi sér það öryggt fylgdi hann konunni eftir og voru þau svo bæði handtekin skömmu síðar.

Brynjari var í kjölfarið gert að sæta gæsluvarðhaldi og einangrun á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Lögreglan taldi þó ljóst að hann hefði með meintu broti rofið reynslulausn sem honum var veitt í nóvember 2022, en hann hafði afplánað dóm fyrir þrjár líkamsárásir, þar af eina stórfellda og átti eftir 310 daga óafplánaða af refsingu sinni.

Dómari rakti að samkvæmt lögum um fullnustu refsinga er heimilt að gera manni á reynslulausn að afplána eftirstöðvar refsingar ef hann er undir sterkum grun um að hafa framið nýtt brot sem varðað geti sex ára fangelsi eða lengur. Í þessu tilviki væri Brynjar grunaður um stórfellt fíkniefnabrot og því var honum gert að afplána 310 daga eftirstöðvar refsingar sinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Finnur segir Haga í viðræðum við hluthafa vegna áfengissölu – „Fáeinir hafa einnig reifað áhyggjur vegna þessarar starfsemi”

Finnur segir Haga í viðræðum við hluthafa vegna áfengissölu – „Fáeinir hafa einnig reifað áhyggjur vegna þessarar starfsemi”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Læknir ávísaði miklu magni af fíknilyfjum til látinnar konu í tæp 10 ár – Gaf út 50 reikninga vegna viðtala sem fram fóru eftir andlátið

Læknir ávísaði miklu magni af fíknilyfjum til látinnar konu í tæp 10 ár – Gaf út 50 reikninga vegna viðtala sem fram fóru eftir andlátið
Fréttir
Í gær

Óleyfisframkvæmdirnar í Vogum – Leigjendur í leyfislausum íbúðum án salernis og sturtu

Óleyfisframkvæmdirnar í Vogum – Leigjendur í leyfislausum íbúðum án salernis og sturtu
Fréttir
Í gær

Eitt dýrasta kerfi í heimi en með næst lakasta árangur í Evrópu – „Neyðarástand“

Eitt dýrasta kerfi í heimi en með næst lakasta árangur í Evrópu – „Neyðarástand“