fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Hrottalegt ofbeldismál á Vopnafirði – Lögreglan skiptir um skoðun eftir fréttaflutning, fellst á nálgunarbann og krefst gæsluvarðhalds

Ritstjórn DV
Laugardaginn 19. október 2024 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona frá Vopnafirði liggur þungt haldin á sjúkrahúsi á Akureyri eftir líkamsárás á heimili sínu snemma á miðvikudagskvöld. Meintur gerandi er fyrrverandi sambýlismaður konunnar en fólkið býr hvort á sínum sveitabæ skammt fyrir utan þorpið við Vopnafjörð.

DV greindi frá því í gær að maðurinn hafi verið handtekinn eftir árásina og yfirheyrður af lögreglunni á Egilsstöðum. Hann hafi þó verið látinn laus að lokinni yfirheyrslu og lögregla ekki lagt fram kröfu um gæsluvarðhald, þar sem hún taldi málið liggja ljóst fyrir.

Lögreglan á Austurlandi hefur nú skipt um skoðun og segir í tilkynningu að krafa um gæsluvarðhald verði tekin fyrir síðar í dag og eins hafi maðurinn verið úrskurðaður í nálgunarbann gegn konunni.

Segir í tilkynningu lögreglu:

„Einstaklingur var handtekinn á Vopnafirði síðastliðinn miðvikudag grunaður um alvarlega líkamsárás gagnvart fyrrum sambýliskonu. Rannsókn málsins hefur staðið nánast óslitið síðan. Skýrslur hafa verið teknar af sakborningi, vitnum og brotaþola. Gagna úr eftirlitsmyndavélum aflað og húsleit gerð á heimili sakbornings þar sem grunur lék á að skotvopn væru geymd. Engin slík fundust.

Ákvörðun var tekin um nálgunarbann og hún birt sakborningi.

Eftir því sem rannsókn málsins vatt fram var ákvörðun tekin um að krefjast gæsluvarðhalds. Krafan verður tekin fyrir síðar í dag.“

Árásin á miðvikudagskvöld er nýjasti kaflinn í langri ofbeldissögu sem sögð er hafa eitrað líf tveggja barna fólksins og valdið þeim miklum skaða. Maðurinn er sagður hafa reynt að brjóta kynferðislega gegn konunni á sunnudag. Eftir þá árás var konunni synjað um nálgunarbann þar sem atvikið þótti ekki nægilega alvarlegt.

Á mánudag er maðurinn sagður hafa útvegað sér skotvopn sem hann miðaði að húsi konunnar. Síðan átti áðurnefnd árás sér stað á miðvikudag.

Á sunnudagskvöld er maðurinn sagður hafa reynt að nauðga konunni á heimili hennar. Þrátt fyrir þá árás synjaði sýslumaðurinn á Egilsstöðum konunni um nálgunarbann. Var því borið við að atvikið væri ekki nógu alvarlegt til að réttlæta nálgunarbann.

Konan er á fertugsaldri en maðurinn er á sextugsaldri. Fyrir um 15 árum var hann sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn unglingsstúlkum sem dvöldust á vistheimili þar sem hann starfaði. Á undanförnum misserum hefur hann kærður til lögreglu fyrir líkamsárásir á Vopnafirði.

Meira um málið: Konan tjáir sig og fyrrverandi vinur mannsins lýsir skelfilegri árás – „Ég á kúbein“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi

Þessu ætlar Donald Trump að breyta strax á fyrsta degi
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Í gær

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti

Fiskiskip rak stjórnlaust upp í fjöru við Patreksfjörð – Skipstjórinn á spítti
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“

Læti í Loðmundarfirði vegna friðlýsingar – „Það eru persónulegar erjur manna á milli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál

Erill á næturvaktinni – Eftirför, átök, innbrot í gám, slagsmál
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus

Vörubílstjóri þóttist vera annar maður – Var líka fullur og próflaus
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári