fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Störukeppni við strætisvagn í Breiðholti – Viðurkennir frekju en telur vagnstjóra hafa skapað óþarfa hættu

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. október 2024 12:30

Atvikið átti sér stað við Fellaskóla í Breiðholti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Uppnám varð við gangbraut nálægt Fellaskóla í Breiðholti þegar fólksbíll og strætisvagn mættust í þrengingu. Hvorugur þeirra vildi bakka og því má segja að um eiginlega störukeppni hafi verið að ræða.

Ökumaður fólksbílsins var með upptöku og náði um tveggja mínútna myndbandi af störukeppninni við strætisvagn á leið númer 12, sem fer frá Ártúni að Skerjafirði.

Á myndbandinu sést hvernig bíll ökumannsins keyrir inn í þrengingu og þegar hann er að koma að lokum hennar keyrir strætisvagninn einnig inn í þrenginguna. Eru þeir þá báðir stopp. Stóð þessi störukeppni yfir í næstum tvær mínútur og sést hvernig farþegi fer fram í til vagnstjórans og á við hann orðaskipti. Að lokum bakkar ökumaður strætisvagnsins og umferðin kemst í samt horf.

video
play-sharp-fill

Var ökumaðurinn, sem ekki vill koma fram undir nafni, að flýta sér á fund sem hafði byrjað klukkan 17:00 á þriðjudag þegar atvikið gerðist. Viðurkennir hann að hafa kannski verið með smá frekju en telur sig þó hafa verið í rétti.

Einnig telur hann að vagnstjórinn hafi skapað óþarfa hættu og verið með yfirgang. Vagnstjórinn hafi greinilega ætlast til þess að hann myndi bakka þrátt fyrir að fjölfarin gangbraut hafi verið fyrir aftan bíl ökumannsins, gangbraut sem liggur nálægt Fellaskóla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Í gær

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar
Hide picture