fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Fréttir

Ráðuneyti neitar Vestmannaeyjabæ um aðgang að gögnum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. október 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr í vikunni var haldinn fundur í bæjarráði Vestmannaeyja. Þar var tekið fyrir bréf frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu en þar er Vestmannaeyjabæ neitað um aðgang að gögnum sem lágu meðal annars til grundvallar því að ráðuneytið samþykkti hækkun gjaldskrár HS Veitna á heitu vatni í bænum. Bæjarráð ætlar ekki að sætta sig við þetta svar og mun fara með málið lengra.

Í svari ráðuneytisins við beiðni Vestmannaeyjabæjar um gögn segir að í maí síðastliðnum hafi ráðuneytið afhent Vestmannaeyjabæ þau gögn sem lágu til grundvallar þess að samþykkt var að hækka gjaldskrá HS Veitna á heitu vatni í bænum. Um var að ræða þrjú bréf þar sem er að finna rökstuðning HS Veitna fyrir gjaldskrárhækkunum á síðasta ári og 1. janúar 2024.

Hins vegar voru sundurliðaðar fjárhagsupplýsingar um afkomu hitaveitustarfseminnar í Vestmannaeyjum árið 2024 með og án hækkunar á gjaldskrá, sem eru í viðauka við eitt bréfanna, sem sent var í nóvember 2023, ekki afhentar. HS veitur færðu rök fyrir því að upplýsingar sem fram kæmu í umræddum viðauka, þ.e. sundurliðaðar fjárhagsupplýsingar fyrir hitaveitustarfsemina í Vestamannaeyjum, séu viðkvæmar fjárhagsupplýsingar, sem undanþegnar væru upplýsingarétti á grundvelli upplýsingalaga.

Aðeins fyrir stjórn

HS Veitur sögðu um að ræða gögn sem almennt séu ekki birt öðrum en stjórn félagsins. Gögnin séu því ítarlegri gögn en þau sem send væru inn til ársreikningaskrár og ítarlegri en aðilar á skuldabréfamarkaði, sem eru að lána fyrirtækinu fé, hafi aðgang að. Um sé að ræða vinnugögn sem hafi verið afhent ráðuneytinu vegna eftirlitsskyldu þess.

Í bréfi ráðuneytisins segir að það hafi fallist á þennan rökstuðning HS Veitna að um sé að ræða viðkvæmar fjárhagsupplýsingar, sem undanþegnar séu upplýsingarétti á grundvelli upplýsingalaga.

Þar með var beiðni Vestmannaeyjabæjar um afhendingu á þessum gögnum synjað. Ráðuneytið endar bréfið á að benda á að hægt sé að vísa synjun þess til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Í bókun bæjarráðs segir að það verði einmitt gert og að bæjarráð sé ósammála þessari niðurstöðu.

Aftur á móti kemur fram í fundargerð þessa fundar bæjarráðs að samþykkt hafi verið að auka niðurgreiðslur ríkisins til húshitunar í Vestmanneyjum til að vega upp á móti gjaldskrárhækkununum og lýsir bæjarráð yfir ánægju sinni með það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“

Kristinn gagnrýnir hvernig talað er um Palestínumenn – „Smekklegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“

Auglýsingar 20Bet að gera Íslendinga sturlaða – „Ég er við það að hætta alveg að horfa á YouTube“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bryggjan brugghús komið á sölu

Bryggjan brugghús komið á sölu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur

Sakaður um vanrækslu á syni sínum – Drengurinn vissi ekki eigin aldur