fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fréttir

Fyrsta könnun eftir stjórnarslit – Samfylking enn þá stærst og VG mælist inni

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. október 2024 12:17

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Svandís Svavarsdóttir formaður VG.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinstri græn mælast rétt svo yfir 5 prósenta þröskuldi til að fá jöfnunarþingsæti í nýrri könnun Maskínu. Þetta er fyrsta könnunin sem tekin er eftir stjórnarslit.

Samfylkingin mælist enn þá stærsti flokkur landsins með 21,9 prósenta fylgi. Miðflokkurinn enn þá næst stærstur með 17,7 prósent. Í þriðja sæti kemur Sjálfstæðisflokkurinn, sem sleit ríkisstjórnarsamstarfinu, með 14,1 prósent.

Ekki er mikill munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar, sem mælist með 13,4 prósent. Framsóknarflokkurinn er með 8 prósent, Flokkur fólksins með 7,3 prósent og bæði Sósíalistar og Píratar með 5,2 prósent.

Þessi könnun er sú fyrsta í nokkurn tíma sem sýnir Vinstri græn yfir 5 prósent þröskuldinum, það er með 5,1 prósent.

Hinn nýji Lýðræðisflokkur Arnars Þórs  Jónssonar mælist með 0,9 prósent, langt frá þröskuldinum.

Þingsæti myndu skiptast svona:

Samfylking 14

Miðflokkur 12

Sjálfstæðisflokkur 9

Viðreisn 8

Framsóknarflokkur 5

Flokkur fólksins 5

Píratar 3

Vinstri græn 3

Sósíalistaflokkur 3

Könnunin var tekin dagana 15. til 18. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Í gær

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður á fimmtugsaldri með gífurlegt magn af þýfi úrskurðaður í gæsluvarðhald
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna

Gervihnattarmyndir varpa ljósi á leynimakk Rússa og Norður-Kóreumanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“

Mannskæður hernaður Rússa í Úkraínu – „Við nálgumst tölur eins og voru í síðari heimsstyrjöldinni“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“

Þorvaldur kaus utan kjörfundar en grunar að maðkur sé í mysunni – „Hvað ætli Hæstiréttur myndi segja um það kæmi málið til kasta hans?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi

Hvar er Svanberg? – Telur elskhuga eiginkonu Geirfinns hafa lykilupplýsingar í málinu – Hefur farið huldu höfði í Þýskalandi