fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Dóra Björt vill á þing fyrir Pírata

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. október 2024 12:42

Dóra Björt Guðjónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn Reykjavíkur, býður sig fram í prófkjöri flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar. Hún býður sig fram í Reykjavík.

„Eftir tilfinningastorm og hvirfilvind þungra þanka hef ég komist að þeirri niðurstöðu að ég ætla að gefa kost á mér til forystu Pírata á Alþingi og býð mig fram í Reykjavík. Ég held að reynsla mín, orka og eldmóður muni gagnast á leið okkar í ríkisstjórn,“ segir Dóra Björt, sem var áður forseti borgarstjórnar, í færslu á samfélagsmiðlum.

Minnir Dóra Björt á að hún hafi verið í forystuhlutverki síðustu tvö kjörtímabil og leitt Pírata til kosningasigurs, síðast með 50 prósenta fylgisaukningu. Hún hafi einnig tvisvar náð samningum um myndun fjögurra flokka meirihluta en náð að halda áherslum flokksins á lofti.

„Við höfum í góðu samstarfi náð gríðarmiklum málefnalegum árangri fyrir almenning og Pírata á þessum tíma þegar kemur meðal annars að loftslagsmálum og grænni borgarþróun, skaðaminnkun, stafrænni umbyltingu og nútímavæðingu þjónustu, lýðræðis- og gagnsæisumbótum, baráttunni gegn spillingu og aðgengi fyrir öll hvort sem það er trans fólk, fatlað fólk, fátækt fólk eða fólk sem ekki talar íslensku sem móðurmál,“ segir Dóra Björt í færslunni. „Ég er stolt af mínum verkum og hef lagt allt mitt í störf mín fyrir Pírata og fyrir borgarbúa síðustu ár til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra borgarsamfélag. Nú býð ég mína krafta fram til að skapa réttlátara, grænna og nútímalegra Ísland.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi

Lögregla fór í óvenjulegt útkall í Hafnarfjörð í gærkvöldi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Felldu 500 norðurkóreska hermenn í fyrstu árásinni með bresku flugskeyti

Felldu 500 norðurkóreska hermenn í fyrstu árásinni með bresku flugskeyti
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir

FA kvarta til Umboðsmanns Alþingis vegna reglugerðar Willums um kúkabrúnar tóbaksumbúðir
Fréttir
Í gær

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“

Lukka bregst við „árásum“ embættis landlæknis – „Hulin ráðgáta hvers vegna Alma Möller er á móti heilsueflandi forvarnarstarfsemi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“

Segir Sjálfstæðisflokkinn víst boða skattalækkun á þá efnamestu – „Glittir líka hressilega í undirlægjuhátt Sjálfstæðismanna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“