fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Verslunarfólk lýsir dónaskap viðskiptavina sem hanga í búð eftir lokun – „Þarf að vinna lengur eftir opnunartíma til þess að sinna frekjunni í þér“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 17. október 2024 11:00

Myndin er úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk sem hefur starfað í verslunum finnst fátt jafn pirrandi og viðskiptavinir sem koma rétt fyrir lokun og eru lengi að skoða og velja vörur. Þetta sé fólk sem beri enga virðingu fyrir starfsfólkinu og tíma þeirra.

„Fólk sem mætir í verslun nokkrum mínútum fyrir lokun.. hvað amar að?“ spyr íslenskur netverji á samfélagsmiðlinum Reddit og er augljóslega heitt í hamsi. „Nei ég er ekki að tala um það þegar það vantar einn hlut eins og líter af mjólk í grautinn. Inn og út. Ég er að tala um þegar fólk mætir inn í verslun fimm mínútur í lokun, með erindi sem að það veit vel að tekur amk 20 mín – klukkutíma að afgreiða.“

Þetta hafi mikil áhrif á starfsfólk sem þurfi að komast heim til sín. Ef verslun loki klukkan 16:00 þá eigi starfsfólkið að vinna til 16:00. Það virðist hins vegar vera rótgróið í íslenska þjóðarsál að lokunartími sé viðmið fyrir seinasta mögulega tímann til að komast inn í verslun og fá aðstoð við það sem vantar, sama hversu langan tíma það taki. Skipti það viðskiptavinina svo engu máli að það sé sagt við það að verið sé að loka.

„Þú veist ekki hvort að starfsmaðurinn sem lendir á þér sé að drífa sig heim að sinna sínum persónulegu erindum eða hvort að starfsmaðurinn fái borgað yfirvinnu fyrir tímann sem þú ert að tefja hann um,“ segir netverjinn. „En þú veist heldur betur að hann þarf að vinna lengur eftir opnunartíma til þess að sinna frekjunni í þér.“

Banka á glerhurð

Hafa um þetta spunnist heitar umræður og margir eru sammála færslunni. Sérstaklega fólk sem starfar í verslunum.

„Ég var einu sinni að vinna sem vaktstjóri í verslun og það var í mínum verkahring að loka og læsa búllunni í lok dags. Af þeim sökum var ég oftar en ekki aðeins lengur inni að klára ganga frá. Ég lenti ótrúlega oft í því að fólk kom að hurðinni læstri og byrjaði að banka,“ segir einn.

Bendir hann á að opnunartíminn hafi staðið á hurðinni og hurðin var úr gleri. Vel hafi sést að það væri búið að slökkva ljósin, ganga frá og tæma kassana.

„Stundum sá fólk að ég var inni í búðinni og þá kunni ég almennt ekki við að hreinlega hunsa þau, þannig maður gekk að hurðinni og eyddi nokkrum sekúndum í að taka hana úr lási með lyklinum og síðan var fólk bara „Halló er búið að loka??“ segir hann.

Engin miskunn

Sumir segjast vera mjög harðir á opnunartímanum og ekki gefa neinn afslátt. Til dæmis maður sem vann á bensínstöð í litlum bæ úti á landi.

„Síðustu tvo tímana fyrir lokun var ekki hræða þar inni. En nánast undantekningarlaust kom einhver drjóli nákvæmlega einni mínútu eftir að við læstum og bankaði af því hann bráðvantaði sígarettur eða kók eða hvað sem það var,“ segir hann. „Ég sýndi enga miskunn. Ef hann vantaði sígó svona mikið þá hafði hann allan daginn til að fatta það. Ég ætla heim.“

Peningar bæta ekki allt

Þá hefur myndast töluverð umræða um hvort starfsfólk í verslunum fái greitt eða ekki fyrir tímann eftir lokun. Það er ekki aðeins vegna viðskiptavina sem dvelja of lengi í búðinni heldur einnig vegna þess tíma sem fer í uppgjör og önnur verk sem þarf að vinna í lok hvers dags.

En málið snýst ekki aðeins um greidda yfirvinnu. Heldur einnig um skipulagið hjá starfsmanninum.

„Fullt af fólki sem vinnur afgreiðslustörf er í rútínu, t.d. sækja börn á leikskóla og þannig. Ef að einhver drullusokkur mætir og ætlast til að geta verslað korter yfir lokun fer plan þeirrar manneskju í rugl. Nokkrir þúsundkallar á mánuði bæta ekki upp fyrir þetta,“ segir einn netverji.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“

Haukur afplánar 5 ára dóm og segist ranglega sakaður um tilraun til manndráps – „Af hverju er mér sleppt daginn eftir og ég labba frjáls í eitt ár?“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum

Samfylkingin fær á baukinn: Segir að kjósendur séu hafðir að fíflum
Fréttir
Í gær

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á

Pattaya sagður vera of subbulegur staður fyrir samkynja pör að gifta sig á
Fréttir
Í gær

Rýmingarreitirnir á Austurlandi

Rýmingarreitirnir á Austurlandi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs

Sælukot kærir Heilbrigðiseftirlitið fyrir „hóflausa beitingu valds“ – Létu loka leikskólanum vegna músagangs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því

Móðir keypti pennaveski fyrir dætur sínar á Shein – Dauðbrá þegar hún sá hvað var í því
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári

Svona miklum peningum eyddi Reykjavíkurborg í ferðir á einu og hálfu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“

Perri í Grasagarðinum – „Dóttir mín var mjög hrædd“