Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, vill leiða listann í komandi alþingiskosningum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er núverandi oddviti listans.
„Kæru vinir, ég sækist eftir 1. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi í komandi kosningum. Ég tók sæti á þingi eftir kosningarnar 2021 og hef unnið ötullega að mikilvægum málefnum síðan, ekki síst fyrir landsbyggðina,“ segir Jódís í færslu á samfélagsmiðlum. „Ég hef fundið fyrir miklum stuðningi í öllu kjördæminu og mér rennur blóðið til skyldunnar að halda áfram þeirri baráttu sem ég hef lagt áherslu á síðan ég byrjaði í stjórnmálum.“
Jódís hefur setið á Alþingi síðan í kosningunum árið 2021.