fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fréttir

Inga Sæland grjóthörð: „Ég fæddist einfaldlega tilbúin til að takast á við verkefnið“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 17. október 2024 12:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er afar bjartsýn á komandi tíma nú þegar kosningar eru handan við hornið. Inga hélt kraftmikla ræðu á Alþingi í morgun þegar forsætisráðherra tilkynnti um þingrof og alþingiskosningar.

„Loksins, loksins, loksins er réttlætið handan við hornið. Það hefur verið hugsjón Flokks fólksins frá því að hann var stofnaður árið 2016 að koma á auknu réttlæti í samfélaginu í heild sinni en ekki verja suma og gefa þeim einum kost á því að taka þátt í samfélaginu með okkur. Fólk hefur verið látið bíða eftir réttlætinu ár eftir ár á meðan mantran er söngluð um að hér sé hagvöxtur hvað mestur og bestur, að það sé í rauninni ærlegasta verkefnið sem fram undan er að ná niður vöxtum og verðbólgu,” sagði hún og hélt áfram:

„Flokkur fólksins hefur mælt fyrir frumvörpum um að afnema húsnæðisliðinn úr vísitölu og að taka verðtryggingu af neytendalánum. Ég man ekki hvort það var sex eða sjö sinnum í röð, alveg síðan við komum á Alþingi Íslendinga, og staðan væri alveg augljóslega allt önnur ef málunum okkar væri ekki hreinlega sópað í ruslið. Bara í haust hefur Flokkur fólksins lagt fram 71 þingmannamál. Hér hef ég staðið frá því 10. september og látið verkin vinna. Við höfum látið verkin vinna. Við erum ekki úti á landsbyggðinni að reyna að safna atkvæðum. Við sýnum djörfung og dug og hvað við raunverulega viljum gera fyrir samfélagið í heild sinni.“

Inga beindi svo orðum sínum að landsmönnum.

„Hvað er það sem þið viljið, kæru landsmenn? Viljið þið láta verkin vinna eða viljið þið bara innantómt blaður um það sem mögulega væri best að yrði gert? Við látum verkin vinna. Ég er búin að mæla hér fyrir 17 málum síðan 10. september. Ég skora á ykkur öll að skoða verkin sem Flokkur fólksins hefur verið að vinna, eljuna okkar og hugsjónina fyrir því að ná fram réttlæti fyrir okkar minnstu bræður og systur. Fæði, klæði, húsnæði, heilbrigðisþjónusta, menntun. Hvað er það frekar sem við eigum að ráðast í?“

Inga spurði svo hvers vegna við erum enn að glíma við okurvexti og verðbólgu þegar forsætisráðherra segi að það sé æðsta verkefnið að ná því niður.

„Af hverju hefur það ekki verið gert? Þetta er mannanna verk. Það er eingöngu í höndum þeirra sem stýra þessari þjóðarskútu hvernig hlutirnir æxlast í samfélaginu. Það er á ábyrgð stjórnenda hvernig hlutirnir æxlast í samfélaginu.“

Inga segist vera tilbúin og rúmlega það til að leiða land og þjóð.

„Ég hef sagt það og ég segi það enn: Ég stofnaði Flokk fólksins til að axla ábyrgð, til að takast á við verkefnið, til að hjálpa fólkinu okkar, hvar sem það stendur, hvaða stétt sem það situr í. Ég fæddist einfaldlega tilbúin til að takast á við verkefnið. Réttlætið er handan við hornið. Ég skora á ykkur öll að treysta Flokki fólksins því að eitt er víst; það mun virka fyrir okkur öll.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“

Borgaði 6.950 krónur fyrir þetta á kaffihúsi í miðborginni – „Var í áfalli“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar

Ferðamenn í vandræðum í vitlausu veðri – Sjáðu myndirnar
Fréttir
Í gær

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna

Unglingar með kylfu í verslunarkjarna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“

Steingrímur stóð fréttavaktina þegar snjóflóðið féll á Súðavík – „Við vitum að tíminn læknar engin sár, menn læra bara að lifa með sársaukanum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði

Rúmlega 8 þúsund hafa skrifað undir lista gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot

Jón Þór svarar ákæru um manndrápstilraun og fleiri brot