fbpx
Fimmtudagur 17.október 2024
Fréttir

Deilt um eignarhlutföll fasteignar við slit sambúðar – Konan taldi skráð eignarhlutföll ekki gefa rétta mynd af aðstæðum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 17. október 2024 20:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar fólk slítur sambúð gildir sú meginregla að hvor aðili fyrir sig gengur út úr sambandinu með eignir sínar og skuldir. Stundum er gripið á það ráð að óska eftir opinberum skiptum en við slík skipti er jafnan horft til skráðra eignarhlutfalla þegar eignir á borð við fasteignir koma til skipta. Stundum koma upp mál þar sem horft er framhjá opinberri skráningu. Eitt slíkt rataði fyrir Héraðsdóm Norðurlands eystra síðasta sumar.

Þá ákvað dómari að horfa framhjá skráðum eignarhlutföllum. Um var að ræða fasteign þar sem sambýliskonan var skráð fyrir 60% og sambýlismaðurinn fyrir 40%. Konan taldi að skráð eignarhlutfall væri rangt þar sem hún ein hefði borgað af lánum vegna eignarinnar og auk þess alfarið séð um útborgun til kaupanna. Dómari féllst á sjónarmið konunnar og dæmdi að eignin væri alfarið hennar. Nú hefur Landsréttur hnekkt þessari niðurstöðu.

Sambýlingarnir höfðu aðeins verið skráð í sambúð í rétt rúmt ár þegar upp úr slitnaði. Þau skráðu sig í sambúð í september árið 2021 og keyptu fasteignina mánuði síðar. Konan borgaði 10,5 milljónir í útborgun en kaupin voru að öðru leyti fjármögnuð með veðlánum sem bæði gengu í ábyrgð fyrir. Kaupverð eignarinnar var 52,5 milljónir. Gerðu sambýlingarnir það samkomulag með sér að maðurinn myndi borga af lánunum og eins rekstrarkostnað eignarinnar.

Til að komast í gegnum greiðslumat hafði konan lánað manninum rúmar 2 milljónir svo hann gæti gert upp skuld við Íslandsbanka.

Reikningarnir bárust í heimabanka konunnar og hafði sambýlismaðurinn lagt inn á hana fyrir afborgun í hverjum mánuði. Konan hafði þó haldið því fram að þær millifærslur hefðu í raun ekki verði vegna fasteignalánanna heldur vegna persónulegrar skuldar mannsins við sig, eða vegna þessara rúmu 2 milljóna sem hún hafði lánað honum. Hún hefði því í raun staðið ein að því að borga af fasteignalánunum, og hefði að auki ein greitt útborgun. Því ætti hún eignina ein.

Héraðsdómari hafði fallist á þessi rök. En dómari við Landsrétt ákvað að kafa dýpra. Hann skoðaði samskipti fyrrum sambýlinganna á Messenger. Þar hafði maðurinn meðal annars kvartað undan því að afborganir fasteignalánanna hefðu hækkað mikið. Eins leit dómari á það að maðurinn hafði millifært á konuna fjárhæð í hverjum mánuði sem svaraði til afborgana á veðlánunum. Þar með væri ljóst að bæði hefðu litið sem svo á að hann væri að borga af fasteignalánunum.

Landsréttardómari rakti að aðeins í undantekningartilvikum bæri að líta framhjá skráðum eignarhlutföllum. Þegar farið væri fram á slíkt þá bæri sá sönnunarbyrðina sem teldi skráð hlutföll röng. Konunni hefði í máli þessu ekki tekist að sanna að hún hefði ein fjármagnað kaupin og afborganir vegna þeirra. Þvert á móti lægi fyrir að hún hefði fjármagnað útborgun og svo hefði maðurinn borgað af lánunum. Þetta fyrirkomulag kæmi heim og saman við skráð eignarhlutföll.

Þar með var maðurinn sýknaður af kröfum konunnar og konunni gert að greiða honum 2 milljónir í málskostnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Hannes Hólmsteinn og Gunnar Smári í hár saman: „Ljúgandi á daginn og grenjandi á kvöldin“

Hannes Hólmsteinn og Gunnar Smári í hár saman: „Ljúgandi á daginn og grenjandi á kvöldin“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sigríður Margrét lýsir miklum vonbrigðum:  „Hvar er kröfugerðin?“

Sigríður Margrét lýsir miklum vonbrigðum:  „Hvar er kröfugerðin?“
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi gítarleikari Ozzy Osbourne skotinn þrisvar á göngu með hundinn

Fyrrverandi gítarleikari Ozzy Osbourne skotinn þrisvar á göngu með hundinn
Fréttir
Í gær

Sigurþóra hefur áhyggjur af því að bráðnauðsynlegt mál gleymist

Sigurþóra hefur áhyggjur af því að bráðnauðsynlegt mál gleymist