fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Fréttir

Teitur vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Norðvesturkjördæmi

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 16. október 2024 15:45

Teitur Björn Einarsson þingmaður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, vill leiða flokkinn í kjördæminu í komandi alþingiskosningum. Þetta tilkynnti hann skömmu eftir að oddvitinn, Þórdís K. Gylfadóttir Reykfjörð tilkynnti að hún myndi sækjast eftir 2. sætinu í Suðvesturkjördæmi.

„Ég býð mig fram til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi,“ segir Teitur í færslu á samfélagsmiðlum. „Frá því ég tók sæti á Alþingi fyrir einu og hálfu ári síðan hef ég barist fyrir hagsmunum íbúa Norðvesturkjördæmis. Áskoranirnar eru fjölmargar og ólíkar, en ég tel einsýnt að áframhaldandi sókn í atvinnuuppbyggingu sé forsenda aukinnar velferðar og bættra lífskjara fólksins á svæðinu. Það er leiðin fram á við.“

Segist Teitur óska eftir stuðningi Sjálfstæðismanna á kjördæmaráðsþingi næsta sunnudag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg

Lokaði augunum og keyrði á hringtorg
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök

Sambýlismaður yfirmanns sorpmála var ráðinn sem ráðgjafi við breytingar á sorphirðukerfi Akureyrar – Sviðsstjóri játar mistök