fbpx
Miðvikudagur 16.október 2024
Fréttir

Stefnir í risahækkun á nikótínvörum – Fjármálaráðherra boðar sérstakt gjald

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. október 2024 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður Ingi Jóhansson fjármálaráðherra boðar í nýju frumvarpi sérstakt gjald á nikótínvörur. Frumvarpsdrög hafa verið birt í samráðsgátt en Viðskiptablaðið greinir frá.

Samkvæmt frumvarpsdrögunum stendur til að leggja á 30 króna gjald á hvert gramm af heildarþyngd nikótínvara. Viðskiptablaðið hefur reiknað út að þetta geti falið í sér 450 króna hækkun á dós algengun nikótínpúðum.

Einnig er lagt til að lagt verið 60 króna gjald á hvern millilítra af rafrettuvökvum.

Í frumvarpsdrögunum er ekki farið í grafgötur með að tilgangurinn með gjaldinu sé að sporna við notkun á nikótínvörum. En einnig er gert ráð fyrir því að gjaldið skilið töluverðum tekjum í ríkissjóð, eða 7,5 milljörðum króna.

Frumvarpið sem um ræðir ber titilinn Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Í 38. grein frumvarpsins segir: „Greiða skal til ríkissjóðs sérstakt gjald af nikótínvörum, vökva í einnota rafrettum og vökva til áfyllingar fyrir rafrettur, sem fluttar eru hingað til lands eða eru framleiddar hér á landi.“ Skal, eins og fyrr segir, gjaldið vera 30 krónur á hvert gramm af heildarþyngd nikótínvöru og 60 kr. fyrir hvern millilítra af rafrettuvökva.

Á blaðsíðu 23 í frumvarpdrögunum segir um notkun á nikótínvörum:

„Þá liggur fyrir að notkun á nikótínpúðum hefur aukist hröðum skrefum hér á landi undanfarin ár og mældist dagleg notkun ungra karlmanna í aldurshópnum 18-34 ára 32% á árinu 2023 en áður var hún nær 20% árið 2020. Á Íslandi hefur notkun á rafrettum einnig verið algengust á meðal ungs fólks þó dagleg notkun hér á landi hafi verið stöðug undanfarin ár, eða um 7% í aldurshópnum 18-34 ára. Um nokkurt skeið hefur verið kallað eftir að stjórnvöld bregðist við þessari útbreiddu notkun meðal ungs fólks á nikótínvöru sem, þrátt fyrir reglur um aldurstakmörk, sýnileikabann, bann við notkun og sölu á tilteknum stöðum, eykst frá ári til árs. Hafa þessi úrræði þótt duga skammt og að þörf sé á að grípa til frekari aðgerða til að sporna við frekari nýliðun meðal barna og ungmenna.“

Er síðan vísað í gjaldtöku á þessum vörum á Norðurlöndunum til samanburðar.

Segir hækkunina skuggalega

Nikótínvörukaupmaðurinn Jón Þór Ágústsson, sem rekur verslunina King Kong í Auðbrekku, Höfðabakka, Hverfisgötu, Selfossi og Eskifrði, líst afar illa á þetta nýja gjald og telur hér afar bratt farið í hækkunum í einu stökki.

„Þetta er skuggaleg hækkun. Þetta mun þýða að verð á algengum niktótínpúðum mun fara vel yfir þúsund krónur hjá okkur. Það er ansi stór biti að kyngja. Þetta eru vondar fréttir fyrir okkur rekstraraðila á þessum markaði en ekki síður fyrir neytendur. Ég hef skilning á lýðheilsusjónarmiðum en ríkið verður samt að kunna sér hóf í gjaldtöku,“ segir Jón Þór.

Frumvarpsdrögin voru birt í samráðsgátt í gær og ljóst er að þau verða ekki að lögum fyrir kosningar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Ingibjörg Sólrún hneyksluð á VG: „Hvernig á maður að skilja þetta?“

Ingibjörg Sólrún hneyksluð á VG: „Hvernig á maður að skilja þetta?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Betra seint en aldrei – Fékk að vita um afdrif atvinnuumsóknarinnar eftir 48 ár

Betra seint en aldrei – Fékk að vita um afdrif atvinnuumsóknarinnar eftir 48 ár
Fréttir
Í gær

Ólga í Grafarvogi vegna þess að íbúaráð setti sig ekki upp á móti þéttingu – Vilja Framsóknarkonu úr formannsstól

Ólga í Grafarvogi vegna þess að íbúaráð setti sig ekki upp á móti þéttingu – Vilja Framsóknarkonu úr formannsstól
Fréttir
Í gær

Íris Róbertsdóttir ekki í framboð – „Hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í landsmálin í þetta skiptið“

Íris Róbertsdóttir ekki í framboð – „Hef því ákveðið að gefa ekki kost á mér í landsmálin í þetta skiptið“
Fréttir
Í gær

Áströlsk kona sakaði íslenskan leiðsögumann um að hafa eytt fjárfestingu hennar í sjálfan sig

Áströlsk kona sakaði íslenskan leiðsögumann um að hafa eytt fjárfestingu hennar í sjálfan sig
Fréttir
Í gær

Sonja berst fyrir að fóstursonur hennar verði ekki fluttur úr landi – „Hjarta mitt er í mol­um“

Sonja berst fyrir að fóstursonur hennar verði ekki fluttur úr landi – „Hjarta mitt er í mol­um“
Fréttir
Í gær

Fékk dæmdar bætur fyrir lögreglurannsókn – Var grunaður um að ofsækja konu í gegnum Facebook og hringdu.is

Fékk dæmdar bætur fyrir lögreglurannsókn – Var grunaður um að ofsækja konu í gegnum Facebook og hringdu.is
Fréttir
Í gær

Svandís ætlar ekki að sitja í starfsstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar

Svandís ætlar ekki að sitja í starfsstjórn undir forsæti Bjarna Benediktssonar