fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Fréttir

Sigurþóra hefur áhyggjur af því að bráðnauðsynlegt mál gleymist

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 16. október 2024 17:30

Sigurþóra Bergsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sig­urþóra Bergs­dótt­ir, stofn­andi og fram­kvæmda­stjóri Bergs­ins headspace, segir hættu á að bráðnauðsynlegt mál gleymist á þingi nú þegar ljóst er að Alþingiskosningar eru framundan 30. nóvember. Skorar hún á þau sem taka munu sæti á þingi að setja málið sem fyrst aftur á dagskrá.

 „Þegar stjórn springur fara mörg mál sem liggja fyrir Alþingi forgörðum, sum eru tekin upp aftur og önnur gleymast. Eitt af þeim „litlu“ málum sem hætta er á að gleymast er þingsályktunartillaga sem Ingibjörg Isaksen er flutningsmaður að. Þessi þingsályktun hefur stuðning nær alls þingheims í öllum flokkum og kallast „Um rannsókn á orsakaferli í aðdraganda sjálfsvíga og dauðsfalla vegna óhappaeitrana.“ 

Segir Sigurþóra um sé að ræða málefni sem hún hefur talað mikið um og barist fyrir á bak við tjöldin. Skorar hún á þau sem verða kjörin á Alþingi í næstu kosningum að gleyma ekki þessu máli og setja það aftur á dagskrá sem fyrst.

47 tóku eigið líf árið 2023

„Árið 2023 var ekki gott ár þegar litið er til tölfræði sjálfsvíga en 47 manns létust árið 2023.

Það er nærri því ein manneskja á viku. 10 manns undir 30 ára létust það ár. Það er ólýsanlegt að við missum svo margt ungt fólk. 20 manns létust á aldrinum 45-59 ára sem virðist vera mun hærra en að meðaltali.

Þetta fólk sem við missum eru synir og dætur, foreldrar, eiginmenn og konur, systur og bræður og vinir. Hvert sjálfsvíg er eins og gárur á vatni, hefur mest áhrif næst en áhrifin ná langt út og á svo marga. Því hefur verið haldið fram að hvert sjálfvíg hafi heilsufarsleg áhrif á fjölda aðstandenda og getur náð langt út fyrir innsta hring þess látna.“ 

Bendir Sigurþóra á að það er hreinlega þjóðhagslega hagkvæmt að eyða miklum fjármunum í að fækka sjálfsvígum,  

„en auðvitað eigum við fyrst og fremst að gera það af því það er rétt, af því við viljum minnka þjáningu í samfélaginu okkar og taka utan um fólk.

Til þess að ná sem mestum árangri þurfum við að vita hvar skóinn kreppir, hvernig við getum komið til móts við fólk í hættu. Þess vegna skiptir þessi þingsályktun svo miklu máli.“ 

Skrifaði undir leigusamning Bergsins á dánardegi sonarins

Sigurþóra missti son sinn Berg Snæ Sigurþórsson 18. mars 2016. Bergur Snær, sem var 19 ára gamall, tók eigið líf eftir að hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi á unglingsárum.

Þremur árum síðar, á þessum erfiða degi, skrifaði Sigurþóra undir leigusamning fyrir Bergið, húsnæði sem hún ásamt fleirum opnaði nokkru síðar að Suðurgötu 10, í miðbæ Reykjavíkur. Bergið hefur starfað þar allar götur síðar og er þjónustan vel sótt. 

Sjá einnig: Sigurþóra komin með húsnæði fyrir Bergið á dánardegi sonar síns – „Táknrænt að nota dagsetningu á versta degi lífs míns“

Hér má finna upplýsingar um Bergið.

Hér má lesa þingsályktunartillögu Ingibjargar Isaksen.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar

Arkitekt telur hægt að bjarga Álfabakkamálinu – Erfiðara að endurvekja traust á skipulagi borgarinnar
Fréttir
Í gær

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“

Kristján fengið nóg: „Ónæðið held­ur áfram og byrjaði nú síðast klukk­an 7 í morg­un“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“

Sigmundur Davíð – „Gervigreindin að minnsta kosti var með það á hreinu og skilaði því svari að Ísland hefði slitið viðræðunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis

Vekur athygli á að glæraísing geti myndast á höfuðborgarsvæðinu síðdegis